Örvitinn

Yngsti þingmaður þjóðarinnar

Samkvæmt þjóðskrá er yngsti þingmaður þjóðarinnar tæplega 24 ára. Samkvæmt hegðun sinni og framkomu er hann maður á miðjum aldri!

Hvaða geisladisk keypti hann sér síðast, að sjálfsögðu disk með Karlakór Reykjavíkur. Jæja, ungt fólk hefur mismunandi tónlistarsmekk, ekki ætla ég að dæma hann útfrá því.

Hvaða bók las hann síðast tvisvar; stefnuskrá Framsóknarflokksins!

Annars man ég ekki eftir að hafa séð nokkurn svara bókaspurningunni með því að nefna bók, enginn virðist hafa séð ástæðu til að lesa nokkra bók oftar en einu sinni!

Viðbrögð hans við frestun á Héðinsfjarðagöngum voru svo öll upp úr bókinni ef um væri að ræða mann á miðjum aldri. Af hverju sagði hann ekki, ég er drullusvekktur maður, það var búið að lofa þessu og svo hætta menn bara við.

pólitík