Örvitinn

Equilibrium

Horfðum á Equilibrium á DVD í kvöld. Þetta er áhugaverð mynd og fjallar um framtíð þar sem tilfinningar eru bældar niður til að koma í veg fyrir ofbeldi, fólk tekur inn einhversskonar geðdeyfðarlyf og þeir sem ekki gera það eru hiklaust myrtir af útsendurum yfirvalda. Ofbeldi til að koma í veg fyrir ofbeldi.

Hasaratriði myndarinnar minna nokkuð á Matrix en eru þó örlítið jarðbundnari, lítið hefur þurft að nota tæknibrellur við gerð þeirra.

Ég hafði rekist nokkrum sinnum á þessa mynd á leigunni, ég á alltaf svo erfitt með að finna eitthvað, en leist ekkert á hana. Gerði ráð fyrir að þetta væri hallæris Matrix eftiröpun. Sá svo að strumpurinn mælti með henni og ákvað því að kíkja á hana, varð ekki fyrir vonbrigðum.

Myndin er ekkert meistaraverk að mínu mati en hún er góð.

Þessi diskur kemur með eftirfarandi viðvörun Diskinn er aðeins hægt að nota í spilara sem geta spilað DVD-R diska og diskurinn er greinilega fjölfaldaður af skífunni. Myndin hökti á nokkrum stöðum í PlayStation2 og ekki var nokkur leið að skoða hann í ferðavélinni. Við náðum að klára að horfa á diskinn án mikilla vandræða í ps2. Mér finnst þetta samt dáldið frat, að skífan sé að skrifa þessa diska á þennan máta. Ég sá þessa viðvörun að sjálfsögðu ekki áður en ég tók diskinn, mun leita eftir henni héðan í frá.

kvikmyndir
Athugasemdir

Eggert - 06/07/03 13:45 #

Sá þessa mynd líka í gær. Svolítið tilgerðarleg kannski, en samt ágæt afþreying.
Mig grunar að þetta sé gert til að troða íslenskum texta á diskana. Það virðist ekki vera hægt að gera það án þess að missa gæði (ég held það sé ekki hægt að fylla DVD-R disk jafn mikið og pressaðan disk).