Örvitinn

Heill forseta vorum

Nei, ég ætla ekkert að drulla yfir Ólaf Ragnar Grímsson, þann ómerkilega skíthæl :-P

Þegar við rúntuðum á Seltjararnesi í dag rifjaði ég upp þegar mannfjöldinn fagnaði fyrir framan heimili Ólafs Ragnars daginn eftir að hann var kosinn. Ég fór að velta því fyrir mér hverjir það eru sem mæta fyrir utan heimili forsetans, standa þar með krakkagríslinga á öxlunum og bíða eftir að forsetinn og frú komi út á svalir og veifi til mannfjöldans. Svo þegar þau láta sjá sig verður allt vitlaust, húrra fyrir forsetanum, húrra húrra, veifðu til forsetans Sigga litla.

Hverjir mæta og til hvers? Það er ekki eins og það séu ókeypis veitingar, það er ekki eins og sjúkdómar læknist- blindir fái Sýn, kóngurinn mun ekki henda gullmolum yfir lýðinn.

Ég var bara að velta þessu fyrir mér.

pólitík
Athugasemdir

Erna - 07/07/03 04:07 #

Ég hef alltaf haldið að þetta sé sama fólkið og bíður í röð fyrir utan raftækjaverslanir áður en þær opna útsölu. Hef annars ekki hugmynd... Þú ættir kannski bara að skella þér næst, svona til að tékka á stemmningunni ;)

Sverrir - 07/07/03 08:47 #

Ég fór og hyllti nýkjörinn forseta, þó ég hafi ekki kosið hann. Ætli þetta sé ekki eitt af því sem gerir þjóð að þjóð, að við mætum saman og hyllum foringja okkar. Þjóðir og ættbálkar hafa gert þetta í þúsundir ára og þetta er okkar framlag í þann sarp, þó smátt og kannski hallærislegt sé. Ég myndi segja að þetta væri tákn um samlyndi þjóðarinnar og sátt okkar á milli, sem ber að fagna frekar en hitt.
Svo var líka gaman að hitta fullt af fólki í veðurblíðunni :-)

Hulda Katrín - 07/07/03 18:41 #

Ég fór á sínum tíma. Ég var 11 eða 12 ára þá og fór með mömmu og kettinum okkar :P heitnum. Sá köttur var inniköttur en stundum tekinn út í bandi og viðraður eins og hundur. Ég held að mamma hafi bara farið til að leyfa mér að taka þátt í stemmingunni. Þetta var ægilega gaman fanst mér og í dag myndi ég fara með son minn, til þess að leyfa honum að taka þátt í stemmingunni ;) Eins og Sverrir sagði, þetta er eitt af því sem gerir okkur að þjóð. ...og ég hef aðeins einu sinni farið í riasabiðröð í útsölu(eitthvað)markaði, þá fékk ég líka ofurfartölvu á 50.000,- :D Hulda Katrín

Sverrir - 08/07/03 23:30 #

Ég hef hinsvegar aldrei farið í biðröð í útsölu ;-)