Örvitinn

Snilldarkvöld

Við strákarnir hittumst heima hjá Mogensen í gærkvöldi, grilluðum, drukkum bjór og whisky. Djöfulsins argasta snilld.

Mættir voru ég, Regin, Davíð og Óli. Eiki skilaði sér um ellefu. Mikið var spjallað, ennþá meira drukkið og mikið hlegið. Tókum fullt af myndum með stafrænu myndavélinni hans Regins, ég þarf að komast yfir myndirnar og skella þeim á netið.

Ég var náttúrulega drukknari en andskotinn sjálfur. Sem betur fer fórum við ekkert í bæinn, enda er það alltaf eitthvað misheppnað. Mun skemmtilegra að sitja í heimahúsi og hafa það notalegt.

Ég er þokkalega þunnur en hef oft verið verri :-)

14:12
Það er vont en það versnar :-| ég hef ekki oft verið þynnri. Áfengi er böl :-)

15:15
Ældi í klóstið, langt síðan það gerðist. Þetta er opinberlega orðin slæm þynnka :-|

16:00
Myndirnar frá Regin komnar inn, margar helvíti fínar myndir þarna.

20:00
Jæja, eftir að hafa étið sveittan hamborgara á american style er heilsan komin í lag. Merkilegt hvað það er gott að líða venjulega eftir að maður hefur verið þunnur.

dagbók
Athugasemdir

regin - 13/07/03 14:32 #

Þetta var snilld. Langt síðan það hefur myndast svona skemmtileg stemming. Hvað er nýja e-mailið hjá þér? Ég ætla að skjóta á þig myndunum.

Davíð - 14/07/03 13:06 #

....hreinasta snilld!!!!!!!!!!!!!!! Enginn þynnka þrátt fyrir töluverða drykkju!!! Hvenær er næsta kvöld?