Örvitinn

Er læknir á svæðinu?

Á maður að fá lækni til að kíkja á svona blett á litla putta?

Fann lítinn blett sem lítur út eins og fæðingarblettur á litla putta fyrir nokkrum dögum og hann virðist ekkert vera að hverfa. Hann lítur ekki út eins og blettirnir á þessari síðu. Er þetta ekki bara blóðblettur undir húðinni?

Alltaf þegar ég fer til læknis amar ekkert að mér og ég hálf skammast mín fyrir að hafa ónáðað sérfræðinginn. Reyndar fer ég sárasjaldan til læknis enda amar aldrei neitt að mér, svona fyrir utan einhver fótboltameiðsli en þau læknast af sjálfu sér.

Mér finnst þetta bloggfyrirbæri nú alveg ónýtt ef ég fæ ekki svar frá einhverjum með þekkingu á svona málum :-)

heilsa
Athugasemdir

Erna - 15/07/03 22:42 #

Ég held að þetta sé bara blóðblettur undir húðinni. Sérstaklega af því að fingrafarið heldur sér yfir honum! Helsta varúðarmerkið við fæðingarbletti er ef þeir verða óreglulegir í laginu og það vaxa hár út frá þeim. Þessi er ekki svoleiðis! Svo er þetta heldur ekki staður sem er líklegur til þess að verða endurtekið fyrir of mikilli sólargeislun. En ég er enginn læknir. Bara vísindamaður sem skoðar skinn á músum...

Matti - 15/07/03 23:30 #

Takk Erna, ég sef vel í nótt :-)

Ég var ekkert rosalega stressaður, en maður veit aldrei, var nú samt frekar rólegur eftir að ég skoðaði doktor.is

En bloggið virkar semsagt, magnað fyrirbæri þetta internet :-)

Erna - 18/07/03 20:56 #

Jamm, thad er nog af besservisserum eins og mer sem lesa blogg, thannig ad thetta gat varla klikkad. Hvernig er puttinn, eitthvad betri?

Matti - 18/07/03 21:46 #

Bletturinn er nákvæmlega eins, mikið rosalega langar mig að kroppa húðina ofan af :-/