Örvitinn

gsm tilraunir

Ég hef verið að rembast við að fá Azure til að virka í símanum mínum með litlum árangri.

Arnaldur kíkti við í kvöld og aðstoði mig. Okkur tókst að þýða Azure og gátum þar af leiðandi bætt við smá debug upplýsingum en villuboðin í Azure eru óskaplega gagnslaus. Í ljós kom að serverinn minn var að skila fáránlegum http header úr xml-rpc köllum (Status: 200 OK). Eftir margra tíma leit er ég búinn að finna út að þetta tengist mod-perl á einhvern hátt. Ef ég slekk á mod-perl er headerinn réttur (HTTP/1.1 200 OK).

Eins og staðan er núna get ég loggað mig inn í dagbókarkerfið í gegnum símann, valið blogg en næ ekki að edita, fæ index exception í java. Ég ætla að sjá hvort ég geti ekki fiktað aðeins í þessu tóli á næstu dögum vegna þess að þetta er verulega flott gsm viðmót fyrir MT, maður getur átt við nákvæmlega sömu fítusa í þessu og í gegnum vef viðmótið, valið category, hvort athugasemdir og trackback séu virk, hvort færslan sé draft eða publish og svo framvegis.

Á known issues síðunni segir meðal annars; No double-byte character support. It seems that non-ASCII encodings mayt not be supported, including those using double-byte characters.. Ég neita að trúa því að þetta sé satt, getur verið að j2me styðji ekki double-byte characters?

ps. í alltof langan tíma var inni færlsa með titilinn "bull" á molunum í nótt. Sú færsla var test gsm færsla send úr gsm "hermi" en ekki símanum sjálfum. Hún átti að sjálfsögðu ekki að hanga inn nógu lengi til að fara á molana en Murpy tók til sinna ráða og ferðavélin mín "bláskjáaði" í þann mund er ég var að fara að eyða færslunni. Skjákortsdræver eitthvað að fara á taugum þessa dagana.

forritun