Örvitinn

Ósongatið á Múrnum

Berið saman umfjöllun Katrínar Jakobs á múrnum og umfjöllun um sama mál á vefsíðu Organic consumer association.

Mér finnst síðari umfjöllunin betri á ótal vegu. Þar er bent á mismunandi sjónarhorn en ekki hrópað hátt eins og í múrsgreininni. Oft er það nefnilega þannig að ef málstaðurinn er góður, eins og í þessu tilviki, er farsælast að fjalla heiðarlega um málið. Maður styrkir jafnvel mál sitt með því að benda á skoðanir þeirra sem eru á öndverðum meiði.

umhverfið
Athugasemdir

Ding - 23/07/03 20:22 #

Pinga Múrinn!

Matti - 23/07/03 22:59 #

ok, geri það

Steinn - 24/07/03 08:51 #

Báðar greinarnar eru ágætar.

Það sama er ekki hægt að segja um þessa athugasemd þína því þú gagnrýnir Katrínu fyrir að vera ekki nógu málefnaleg en sleppir því svo sjálfur að nefna nokkur dæmi málinu til stuðnings. Talandi um að henda steinum úr glerhúsi...

Matti - 24/07/03 10:49 #

Þarf ég að nefna dæmi? Ég vísa á grein sem fjallar ítarlega um málið. Katrín "hrópar hátt" en bendir alls ekki á aðrar hliðar málsins, eins og t.d. að margir aðilar telji að ekkert annað efni komi í staðin fyrir það sem sótt er um undanþágu til að nota áfram. Ég hefði haldið að ef fólk tæki sig til og læsi báðar greinarnar með hliðsjón af athugasemd minni þyrfti ég ekki að taka saman hverju Katrín sleppir. Ég nenni yfirleitt ekki að skrifa fyrir fólk sem þarf að stappa matinn ofan í. Ég gagnrýni Katrínu fyrir tvennt, að hrópa hátt og að benda ekki á rök þeirra sem eru andstæðrar skoðunar. Þar á ég að sjálfsögðu við þá sem telja að nota þurfi efnið áfram og að ekkert annað efni geti leyst það af hólmi eins og er.

"Steinar og glerhús"! Ég hefði haldið að skynsamt fólk gæti séð við lestur síðari greinarinnar hvaða vankantar eru á grein Katrínar, en ég geri að sjálfsögðu ekki þá kröfu að allir séu sömu skoðunar og ég. Auk þess er ákveðinn munur á því að skrifa grein í pólitískt vefrit og litla athugasemd í dagbók. Athugasemd sem hefur þann eina tilgang að vísa í betri umfjöllun um ákveðið mál. Umfjöllun sem ekki litast af pólitískum ofstopa íslenskra græningja. Auðvitað má hver sem er hafa þá skoðun að grein Katrínar sé alveg jafn góð og hin greinin. Ég tel ekki svo vera og sé ekki að nokkur glerhús þurfi að bera skaða af.

Steinn - 24/07/03 11:19 #

Nei, það er ekki munur á því að skrifa grein í pólitískt vefrit og "litla athugasemd" í dagbók VEGNA ÞESS að þú ákvaðst sjálfur að pinga greinina.

Það eru fá vefrit sem gefa fólki kost á að pinga greinar. Held meira að segja að murinn.is sé eina íslenska vefritið sem gerir það.

Þetta setur líka ábyrgð á herðar þess sem ákveður að pinga, að hann/hún rökstyðji mál sitt almennilega. Annað er bara léleg framkoma og verið að misnota annars mjög sniðugt kerfi.

Matti - 24/07/03 12:34 #

Ef þú skoðar málið betur sérðu að ég pingaði múrinn ekki upphaflega. Það var ekki fyrr en nafnlausa athugasemdin hér að ofan kom inn sem ég ákvað að pinga múrinn, þremur tímum eftir að ég setti athugasemdina inn. Ég hefði getað tekið mig til og rökstutt þetta betur eftirá, þegar ég setti pingið inn, en ég sá ekki ástæðu til þess.

Athugasemdir eins og þínar eru einmitt ástæða þess að ég setti ekki inn ping upphaflega og ég held ég láti þetta mér að kenningu verða.

Eggert - 24/07/03 15:02 #

Ég held að Matti megi pinga ef hann vill. Hann má fjalla um aðrar greinar ef hann vill.
Ef grannt er skoðað örlar á því að Katrín höfði til tilfinninga, t.d. með því að tala um lítil börn, og nota orðafar eins og 'eigum við að halda lífi'. Þetta ber keim af hræðsluáróðri.
Það er það sem Matti vill að lesandinn komist að sjálfur. Hann lýsir sínu mati, og má það alveg. Hann þarf ekki að telja fram dæmi frekar en hann vill - enda má við lestur þessara tveggja greina vel sjá mun á.
T.d. er það nefnt að meþýlbrómíð á sök á 7% af eyðingu ósonlagsins. Einnig er það nefnt að þróunarlönd mega nota eins mikið af meþýlbrómíði og þau vilja, þó svo hægt sé að nýta ódýrt vinnuafl í þeim löndum í stað eitursins. Einnig er nefndur til sögunnar Marco nokkur González, ritari hjá S.Þ. sem kveðst ekki hafa áhyggjur af þessum beiðnum um undanþágur, né því að þær hafi úrslitaáhrif á enduruppbyggingu ósonlagsins.