Örvitinn

Kominn heim

Á sama tíma og aðrir þjóta úr bænum ókum við öfuga átt á móti traffíkinni, rétt sluppum við að láta hálfvita drepa okkur á Kjalarnesi, gamli karlinn á jeppanum þurfti alveg nauðsynlega að komast fram úr flutningabíl. Látum það alveg liggja á milli hluta þó fimm manna fjölskylda sé að koma akandi úr hinni áttinni.

Það er búið að vera afskaplega notalegt að vera í bústað, slökuðum á, lásum bækur og spiluðum. Fengum ágætis veður, en reyndar ekki jafn gott eins og það er núna hér í bænum.

Minniskortið í myndavélinni fór í keng í fyrradag þegar ég ætlaði að afrita myndirnar yfir í tölvuna. Smartmedia kort eru drasl og ég er staðráðin í því að næsta vél sem ég kaupi verður með CompactFlash kortum. Reyndar er langt í að ég kaupi mína næstu myndavél en ég get alltaf látið mig dreyma. Það voru 128 myndir á kortinu, megnið af ferðinni :-( Málið er semsagt að kópera myndirnar daglega, ekki láta þær safnast fyrir á kortinu. Ég ætla að spara stóra kortið hér eftir, nota frekar minna kortið.

Ég kláraði tvær bækur, Mýrina og Samúel. Er að ljúka við Cryptonomicon sem er snilldarbók.

Skrifaði þrjár færslur úr bústað [1 2 3]. Var ekki mjög mikið að hanga á netinu með 9600bás tengingu. Í vikunni var svo verið að fjalla um að nú er farið að bjóða upp á háhraðatengingar í sumarbústöðum í Skorradal. Ef ég ætti bústað væri ég pottþétt kominn með þann pakka.

Þessa helgina ætlum við ekki að gera nokkurn skapan hlut. Gyða þarf hugsanlega að kíkja í vinnuna, ég ætla að horfa á sjónvarpið, drekka smá bjór og vonandi sleikja sólina. Jú, svo þarf maður víst eitthvað að hugsa um stelpurnar :-)

dagbók