Örvitinn

Frailty

kápumynd Kíktum á myndina Frailty í kvöld. Myndin hefst á því að maður kemur inn til FBI og segist hafa upplýsingar um fjöldamorðingja. Hann segir svo fulltrúa fjölskyldusögu sína.

Hann og yngri bróðir hans ólust upp hjá föður þeirra, móðir þeirra var dáin. Nótt eina vekur faðir þeirra þá og segist hafa fengið skilaboð frá Gvuði. Hlutverk þeirra í lífinu sé að finna og útrýma djöflum (deamons) sem lifa meðal manna. Eldri bróðirinn er tortrygginn á þetta en yngri bróðirinn er trúgjarn. Faðirinn fær fleiri skilaboð frá Gvuði og áður en langt er liðið hefst hann handa við að myrða fólk. Faðirinn veit þó betur, þeir eru ekki að myrða fólk heldur útrýma djöflum, þar er mikill munur á.

Þetta er nokkuð góð mynd, ekkert mjög fyrirsjáanlegt plott en ég var samt búinn að giska á hver sögulok yrðu, eða a.m.k. nokkurn vegin.

Myndin er ekki blóðug, þ.e.a.s. hryllingurinn er gefinn í ljós en ekki sýndur, það virkar líka oft betur. Samband föðurs og sona er áhugavert, geðbilun föður hefur mikil áhrif á líf sonanna og trúgirni/efahyggja er sýnd á áhugaverðan hátt.

Gaman væri að sjá umfjöllun um trúarstef myndarinnar enda er trú og efi kjarni myndarinnar.

Ég mæli með þessari mynd, já ég held það bara.

kvikmyndir