Örvitinn

Ber brjóst á ylströnd

mynd af mömmu, pabba, Kollu og Ingu Maríu á ströndinni Við fórum á ylströndina með foreldrum mínum, Jónu Dóru og Óttari í dag, frábært veður og fullt af fólki. Tókum nokkrar myndir. (Af gefnu tilefni vil ég benda þeim guttum sem koma hingað inn í leit að brjóstamyndum að engar slíkar eru á myndasíðunni, enda sá ég engin ber brjóst.)

Ég eyddi mestum tíma í að lesa Cryptonomicon, er alveg að verða búinn, "neyddist" til að skella mér í skýluna og busla með stelpunum.

Ég tók eftir því í dag að ekki ein einasta kona skartaði berum brjóstum á ströndinni. Um leið og þessar sömu konur eru komnar á sólarströnd erlendis fær haldarinn að fjúka en á ylströndinni í Nauthólsvík fá kvenkyns geirvörtur ekki að njóta ferska loftsins. Það er synd og skömm, R-listinn þarf að skoða þetta mál betur :-)

21:30
Mamma sagði mér í kvöld að þegar þau fóru heim sá hún eina berbrjósta ungmey, þannig að ég var bara ekki að fylgjast nógu vel með :-P En það þarf að gera betur.

Annað sem við tókum eftir var hversu rosalega mikið af ófrískum konum var á staðnum. Fullt af bumbubúum í sólbaði!

Ég gleymdi svo alveg að minnast á það að mamma bjargaði lífi barns í dag! Hún var með Kollu úti í sjó þegar hún sá koll í sjónum, þá var þar ungur drengur á aldri við Kollu (þriggja og hálfs) sem hafði farið aðeins of langt út í sjó og náði ekki til botns, kominn undir vatn og gat enga björg sér veitt. Mamma tók hann í fangið og bar á land, þar kom faðir hans og sagði "þú ert nú meiri grallarinn" og fór með gaurinn í burtu! Mamma ræddi við starfsmenn, hvort þeir væru ekkert að fylgjast með sjónum, þeir tuðuðu eitthvað um að þeir hefðu nóg að gera! Við fylgdumst svo með aðstæðum eftir þetta og sáum að það voru engir að fylgjast með krökkunum í sjónum. Það gengur ekki alveg upp. Það gengur svo alls ekki upp að foreldrar svona ungra barna sleppi þeim frá sér á þessum stað.

dagbók
Athugasemdir

Már Örlygsson - 04/08/03 01:39 #

Já og já. Ég lenti í þessu sama í dag - labbaði eftir bakkanum á Laugardalslauginni og tók ekki eftir berbrjósta gellunni sem var víst gevveikt æði (sagði vinur minni). Líklega er það merki um að ég sé orðinn gamall og farið að förlast. :-)

Það er líka skelfileg tilhugsun að fólk/karlmenn séu að láta börnin sín busla eftirlitslaus í sjónum. Sömuleiðis er það slæmt ef strandverðirnir hafa ekki metnað í að vinna vinnuna sína...