Cryptonomicon

Þetta er besta bók sem ég hef lesið í langan tíma.
Cryptonomicon eftir Neil Stephenson gerist í nútímanum (c.a. 1999) og á tímum seinni heimsstyrjaldar.
Í síðari heimsstyrjöldinni fylgjumst við með gagnnjósnadeild hjá breska hernum sem starfar við að setja á svið atburði til að koma í veg fyrir að þjóðverjar og japanir komist að því að búið er að brjóta dulmálskóða þeirra.
Í nútíð er fylgst með afkomendum söguhetjanna úr fortíðinni sem lenda í ýmsum ævintýrum sem tengjast þeim hluta. Alþjóðaviðskipti, öryggi gagna á internetinu og fjársjóðsleit koma við sögu.
Nördastuðull bókarinnar er hár, dulmálskóðun skipar stóran sess í sögunni og linux og perl koma mikið við sögu.
Ég á afskaplega erfitt með að skrifa eitthvað vitrænt um þessa bók, legg bara áherslu á að mér finnst hún frábær og mæli með henni.