Örvitinn

Myndum bjargað af minniskorti

Ég minntist á það um daginn að ég hefði tapað helling af myndum úr bústaðarferðinni af minniskortinu. Þegar kom að því að færa þau yfir í tölvuna var ekki nokkur leið að lesa af kortinu, hvorki í tölvunni né myndavélinni sjálfri. Ég beið með að formatta kortið, ætlaði að bíða og sjá hvort ég fyndi ekki einhverja leið til að bjarga myndunum.

Í dag fór ég svo að leita og fann eftir stutta leit vísun á forrit sem sagt var að gæti bjargað mér og sótti prufuútgáfu. Viti menn, það virkaði þannig að ég fjárfesti í alvöru útgáfu og náði öllum myndunum af kortinu. Gat svo formattað kortið og það virðist vera í góðu lagi með það.

Þessi forrit eru ekki mjög flókin, þar sem FAT taflan er horfin af kortinu skanna þau öll gögnin af minniskortinu og leita að byrjun á myndaskrá. Myndaskrár (.jpg í þessu tilviki) byrja allar á ákveðinn hátt og því er lítið mál að lesa hrá gögn af disk og finna hausinn, þegar hann er fundinn veit maður hvað skráin er stór og getur lesið restina af henni. Ég skrifaði svo lítið python script til að endurnefna myndirnar útfrá dagsetningarupplýsingum (exif).

Ég setti inn nokkrar myndir [1 2 3] og er að dunda mér við að setja restina inn á myndasíðuna

tölvuvesen