Örvitinn

Örlítið um hvalveiðar

Blóðrauður sær, deyjandi hrefnur og móðursjúkir umhverfissinnar fussandi yfir vísindum, "þetta eru engin vísindi", því ekki er hægt að vera á móti hrefnuveiðum. Hver er á móti hrefnuveiðum? Í staðin eru menn á móti ástæðunni fyrir hrefnuveiðum, á móti ákvörðuninni, bara á móti.

Meiri hagsmunum fórnað fyrir minni? Ég held ekki, það er búið að syngja þann kór í mörg ár, reynsla Norðmanna segir annað en það skiptir ekki máli. Maður lætur ekki undan hótunum hryðjuverkamanna, sérstaklega ekki umhverfishryðjuverkamanna.

Láglaunaiðnaðurinn sem öllu á að bjarga kvartar, hræddur um að missa spón úr sínum aski, við gætum misst skrilljón störf þegar fáráðlingarnir hætta við að heimsækja Ísland og fara til Noregs í staðin. Lausnin er augljós, seljum rándýrar hvala-lúxusveiðiferðir. Leifum moldríkum byssunötturum að skjóta hrefnur og látum þá borga stórfé fyrir. Hver slíkur túristi yrði ígildi 20 umhverfistúrista sem taka með sér nesti og eyða ekki íslenskum aur.

Ég hlakka til að sjá hvað rauðgrænir segja, koma þeir úr skápnum sem alvöru umhverfissinnar eins og kollegar þeirra í Evrópu, sem gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir eðlilega nýtingu eða láta þeir skynsemina trufla sig.

Hvalasýningarmenn gráta, "hvernig er hægt að sýna hvali í blóðrauðum sjó?" Tja, hvernig væri að sýna hvali á einu svæði og veiða á öðru. Hafsvæðið í kringum Ísland er stórt.

Er nauðsynlegt að skjóta þá? Nei að sjálfsögðu ekki. Er einhver ástæða til að gera það ekki?

Hvalir voru víst einu sinni fleiri en við héldum. Áður en menn hófu að veiða fiskinn í sjónum var víst pláss fyrir fleiri hvali! Verðum við ekki að hætta að veiða fisk svo það verð nú forsenda fyrir náttúrulegum fjölda hvala á ný. Fremja svo fjöldasjálfsmorð svo restin af vistkerfinu komist í eðlilegt ástand.

Annars er mér drullusama, skrifa þetta í þeirri von að ég pirri einhverja :-)

pólitík
Athugasemdir

Eggert - 06/08/03 21:27 #

Það eru engin rök gegn hvalveiðum, frekar en gegn t.d. fiskveiðum. Einu rökin eru þessi ógurlega greind hvalanna, sem því er víst á við meðal-kýr hjá þeim tegundum sem eru veiddar. Bandaríkjamenn drepa reyndar langflesta hvali, en það eru túnfiskveiðimenn sem drepa höfrunga óvart við veiðar. Og höfrungar eru langgreindastir allra hvala. Eða þetta heyrði ég, hef svosem engar haldbærar vísanir fyrir því.

birgir.com - 06/08/03 21:41 #

Ætli það sé ekki taugakerfi dýranna sem vefst fyrir mönnum, þetta eru háþroskaspendýr með heitt blóð (og heitar ástríður?).

Hver er annars standardinn á hvalveiðibúnaði nú á tímum? Er hægt að gera þetta með lágmarks kvölum (no pun intended) fyrir dýrin?

Matti - 06/08/03 22:14 #

Það er vissulega áhugaverður vinkill, við viljum ekki kvelja dýr.

Svo er áhugavert að velta fyrir sér hvort sé verra, að drepa dýr á kvalarfullan hátt eða að ala dýr við slæmar aðstæður. Hvor hlýtur verri örlög, hrefna sem syndir frjáls í sjó fram að þeim degi er hún er skotin og deyr á nokkrum mínútum eða kjúklingur sem býr alla sína ævi í búri en hlýtur snöggan dauðdaga.