Örvitinn

Fátt markvert

Í dag gerðist fátt markvert, reyndar gerist aldrei neitt markvert en það er önnur saga.

Ég og stelpurnar kíktum í hádegismat á Núðluhúsið með Gyðu, það var nú ekkert mjög markvert. Fórum og létum þrífa bílinn á undan. Nei, ekki telst það mjög merkilegt. Dagblöð og gras voru flutt á Sorpu.

Ætli það markverðasta sem gerðist í dag hafi ekki verið að Regin var að fara til útlanda. Það er í sjálfu sér ekki merkilegur áfangi í mínu lífi, en ég þurfti að redda Ágústu fyrst karlinn var að yfirgefa skerið. Hún var að kaupa sér ferðatölvu í gegnum vinnuna sem kom með danskri útgáfu af Windows XP uppsettu. Ég henti windows 2000+sp4 upp á vélina ásamt ýmsum hugbúnaði. Reyndar styður þessi vél ekki windows 2000 en ég fann nú samt drivera fyrir allt sem skiptir máli, þetta tók mig reyndar heljar tíma en ég finn aðferð til að láta Regin borga mér greiðann einhvern daginn. Annars er alveg merkilegt hvað maður getur klórað sig í gegnum XP á dönsku, þrátt fyrir að hafa lítið notað XP (eða dönsku).

Í kvöld hef ég svo glápt á eitthvað í sjónvarpinu, er búinn að gleyma hvað það var, á sama tíma vældu Gyða og Áróra fyrir framan sjónvarpið í stofunni yfir mynd um konu sem var að missa barnið sitt. Ég horfi ekki á myndir um konur sem missa barnið sitt.

dagbók prívat