Örvitinn

Núðlur - matur sparsama Háskólanemans

noodles.jpg

Er að borða chili-kjúklinganúðlur með rækjum en það hef ég ekki gert í mörg ár. Þegar ég og Gyða vorum í Háskólanum á árunum 95-99 þurftum við að spara aurinn og borðuðum þá núðlur og núðlusúpu oft í viku. Ég fékk mér núðlur, Gyða fékk sér súpu, eini munurinn er að maður hefur meira vatn með súpunni.

Við fundum fljótt upp á því að bæta rækjum út í til að gera þetta meira spennandi mat, keyptum okkur rækjupoka sem við áttum í frysti og tókum nokkrar rækjur og settum út í skálina í hvert sinn. Rækjupokinn entist okkur yfirleitt í marga mánuði.

Ég sá ekki betur en að núðlurnar hefðu meira en tvöfaldast í verði, minnir að þær hafi kostað tuttugu og eitthvað í den en þær kosta rúmlega sjötíu krónur í dag.

Svona mæli ég með því að rækjur séu útbúnar: 250ml vatn látið ná suðu, kryddið sett út í, þar með talið allt chili-ið, núðlurnar settar út í og látið malla í þrjár mínútur (n.b. þetta er nákvæmlega það sama og stendur á pakkanum :-P ) en þegar þetta er alveg að verða tilbúið takið þið lúku af rækjum og látið út í, ekki láta rækjurnar sjóða heldur bara rétt hitna í vatninu.

matur
Athugasemdir

Már Örlygsson - 14/08/03 13:55 #

Jámm.. svo getur verið gott að kaupa sér krukku af pikkluðu sítrónugrasi og/eða chili-mauki út í næstu sérvöruverslun og bæta smá út í súpuna til að krydda. Svo má líka oft nýta grænmeti sem er komið á seinasta snúning með því að skera það í strimla og sjóða með núðlunum.

Núðlurnar í Bónus kosta enn ca. 29 kr. pakkinn.

Bimbó Feiti - 18/05/04 20:14 #

Já,þetta með núðlusúpur er eitthvað sem þúsundir manna neiðast til að sætta sig við. Er ég þá að tala um þá sem eru atvinnulausir til frambúðar,öryrkjar og ellilífeyrisþegar,en þó aðallega atvinnulausir. Þegar tvær grunnþarfir mannsins eru ekki virtar af stjórnvöldum (þ.e.a.s. næring og húsnæðiskostnaður) finnst mér að stjórnvöld ættu ekki að vera að borga út lífeyri og bætur ef upphæðin dugar ekki fyrir þessum tveim grunnþörfum sem kosta 150.000.- miðað við daginn í dag pr.mán.(Ath. Hér er verið að staðfesta Nettó Upphæð,ráðstöfunartekjuupphæð.) Eigingirni heitir vandamál þessarar þjóðar. Hver er grunnástæða HÁskólamenntunar ? Svar:EIGINGIRNI.