Örvitinn

Trúarandstæðingar og skynsemisandstæðingar

Draumamaðurinn Þorkell er ekki beinlínis samkvæmur sjálfum sér að mínu mati þegar hann sakar trúlausa, án nokkurra raka, um fáfræði í trúmálum.

Ég var byrjaður að skrifa svör en Birgir hefur þegar svarað flestu í athugasemdum sínum.

Ég er að spá í að fylgja fordæmi Þorkels og tala hér eftir um skynsemisandstæðinga eða þekkingarandstæðinga í stað þess að nota orðið trúmenn. "Þorkell er fyrirmyndar skynsemisandstæðingur." Menn geta þrætt fyrir og sagt að hér sé hugtakið "andstæðingur" notað í tvennskonar merkingu, ég blæs á slíkar fullyrðingar.

Af hverju eiga trúmenn (og reyndar margir aðrir) svona bágt með að bekana trúleysi?

Ég er annars trúarandstæðingur og skammast mín ekkert fyrir það. Þar með er ekki sagt að allir trúleysingjar séu það, ég held að ég sé frekar öfgafullur trúleysingi, margir eru afskaplega hófsamir í þessum efnum og er nokk sama um trú og trúarbrögð, svo lengi sem þeir fá frið. En hvað það væri nú gott ef sumir trúmenn kæmu úr skápnum og játuðu að þeim er illa við skynsemi/efa, sérstaklega þegar henni er beint að draumum þeirra. Maður mógðar fólk ef maður bendir á hugsanlegar jarðbundnar skýringar í stað þess að um yfirskilvitlega atburði sé að ræða.

kristni
Athugasemdir

birgir.com - 14/08/03 19:06 #

Mér þykir hann Þorkell okkar vera í síðustu færslu sinni vera farinn að sánda hættulega líkt og fjandvinur okkar bro. Sjáðu bara fyrstu málsgreinina.

Ef hann væri gjarnari á stafsetningar- innsláttarvillur myndi ég næstum hrapa að þeirri ályktun að um sama mann væri að ræða :)

Matti - 14/08/03 23:33 #

Já þú segir nokkuð, þetta er ekki svo galin kenning.

Matti - 14/08/03 23:53 #

Sé ég Birgi ekki í sjónvarpinu nákvæmlega núna að spila með Kombóinu, Ellen hjá Jóni Ólafs: "Birgir flottur" segir hún þegar hann kemur í mynd "oh hann er svo sætur" kom svo næst :-) Þetta tónlistarfólk :-P