Örvitinn

Ég er ekki alveg að standa mig.

Þetta gengur ekki lengur, það er enginn agi á þessu heimili þegar ég er einn með stelpurnar. Kolla svaf til níu og stelpurnar voru svo bara að dóla sér eftir morgunmat.

Ég var mættur með Kollu á leikskólann klukkan ellefu. Alveg er ég viss um að fóstrurnar eru farnar að baktala mig "Hafið þið tekið eftir því að pabbi hennar Kollu mætir allt seint með hana, svo er hann með glóðarauga og bólgna vör, eflaust drykkjumaður." :-P

Inga María er að dunda sér í kubbum, á eftir ætlum við að búa til hummus, ég greip uppskrift í Hagkaup um daginn og ætla að prófa nýja útgáfu. Geri svo þetta gamla góða líka. (ég gerði hummus í fyrsta sinn á ævinni fyrsta nóvember í fyrra, hef gert það þrisvar allt í allt). Hummus er fjandi gott.

dagbók prívat