Örvitinn

Er skynsamleg umræða um trúmál illmöguleg

Annálaritarinn Eva skrifar áhugavert blogg. Ég rakst nýlega á annálinn hennar og las í gegnum gamlar færslur. Eflaust finnst mér hún áhugaverð þar sem hún er trúlaus, sýnist hún þó ekki vera jafn öfgafull í efahyggjunni og ég. Hún er ansi lagin við að rökræða við hina annálaritarana, líklega þekkir hún þá.

Í dag skrifar hún einkar áhugaverðan pistil þar sem útskýrir sjónarhorn trúleysingja fyrir trúuðum og útskýrir af hverju rökræður trúlausra og trúmanna trúaðra ganga yfirleitt svona frekar illa.

Sennilega er skynsamleg umræða um trúmál illmöguleg

Ég er trúlaus. Ég skil ekki hugsanagang trúmannsins og get því ekki útskýrt hann. Ég get hins vegar útskýrt hvers vegna trúlausir halda því gjarnan fram að guðshugmyndir og þar með öll trú og trúarbrögð sé ekkert annað en rakalaust bull. Við sem trúum ekki á almættið segjum þetta nefnilega ekki til þess að særa þá sem trúa, heldur vegna þess að okkur finnst guðshugmyndin í fullri einlægni vera fáránleg. Ekki bara kjánaleg heldur beinlínis absúrd, hún gengur ekki upp.

efahyggja
Athugasemdir

Tryggvi R. Jónsson - 16/08/03 22:55 #

Trú er eins og tilfinningar, hún er ónám fyrir rökum og því rökleg umræða sem sumir segja að sé sú eina sem geti talist ,,skynsamleg" er því ómöguleg þegar það á að ræða efni eins og trú. Sömu einkenni er hægt að sjá þegar hægrisinnaðir einstaklingar reyna að tala við vinstrisinnaða einstaklinga. Ætli það flokkist þá með trúarbrögðum? Eða tilfinningum?

Matti - 17/08/03 09:21 #

Þó trú sé ónæm fyrir rökum er ekki þar með sagt að ekki sé ýmislegt hægt að rökræða um bókstafstrú. Hér nota ég orðið bókstafstrú ekki í hefðbundinni merkingu heldur frekar þeirri sem kemur fram í þessum pistli: Trúlausir prestar. Þeir sem eru Kristnir eru bókstafstrúar enda trúa þeir því sem stendur í bók án þess að geta rökstutt það, þeir trúa ákveðnum fullyrðingum sem hægt er að rökræða.

Eins og danski presturinn sem þessi styr stendur um núna sýnir ágætlega getur fólk alveg verið trúað þó það sé ekki bókstafstrúar. Það getur trúað á eitthvað æðra afl, tilvist sálar og að eitthvað taki við þegar jarðvist líkur. Þessi trú er ekki rökrétt en hún er ekki beinlínis bjánaleg heldur. Ég held að langflestir íslendingar sem skilgreina sig Kristna falli undir þessa lýsingu.

Með öðrum orðum, það er ekki fyrr en trúmenn fara að fullyrða um veraldlega hluti sem ég sé ástæðu til að rökræða við þá. Þar sem trúmenn eru sérlega duglegir við að fullyrða hitt og þetta fæ ég ótal tækifæri til að standa í slíku stappi.

Þegar trúmaður fullyrðir að trú sé forsenda siðferðis eða Biskup fullyrðir að slæmt sé að til sé trúlaus maður er ómögulegt fyrir mann eins og mig að þegja. Flestum er sama, enda eru flestir trúaðir á einhvern hátt þó þeir séu ekki bókstafstrúar.