Örvitinn

Popper um vísindi (á heimspekivefnum)

Á Heimspekivefnum eru ýmsar áhugaverðar greinar, meðal annars þetta erindi eftir Karl Popper í þýðingu Hauks Ástvaldssonar. Þessa grein má einnig finna í bókinni Heimspekisaga sem Háskólaútgáfan gaf út 1999.

Í þessu erindi fjallar Popper um það hvernig hrekjanleiki ákvarðar gildi vísindalegrar kenninga.

Ágiskanir og afsakanir fyrri hluti, síðari hluti

(1) Það er leikur einn að finna staðfestingar, eða sannanir, á hvaða kenningu sem vera skal – ef við leitum staðfestinga.

(2) Staðfestingar ber þá einungis að taka gildar að þær séu niðustöður áhættusamrar forspár; það er að segja, að áður en við kynnumst kenningunni eigum við von á atburði sem er henni ósamrýmanlegur – atburði sem myndi hrekja kenninguna.

(3) Sérhver „góð“ vísindakenning felur í sér útilokun; hún leyfir ekki að ákveðnir hlutir gerist. Því meira sem kenning útilokar, þeim mun betri er hún.

(4) Kenning sem ekki er hægt að hrekja með neinum atburði er óvísindaleg. Óhrekjanleiki er ekki kostur á kenningu (eins og fólk heldur gjarnan) heldur löstur.

(5) Í hvert sinn sem kenning er prófuð er reynt að ógilda hana, eða hrekja hana. Að hægt sé að prófa kenningu þýðir að hægt sé að hrekja hana; sumar kenningar eru prófanlegri en aðrar, þær eru berskjaldaðri fyrir mótbárum; þær taka, svo að segja, meiri áhættu.

(6) Sannanir ber ekki að taka gildar nema þær séu niðurstöður ósvikinnar prófunar á kennnigunni; hér er átt við að um ákveðna en misheppnaða tilraun til að ógilda kenninguna sé að ræða. (Hér á ég við þau tilfelli þegar „sönnun er staðfesting“.)

(7) Sumum þeirra kenninga sem með réttu geta talist prófanlegar er haldið á lofti af aðdáendum þeirra þótt þær hafi verið afsannaðar –, til dæmis með því að draga inn einhverjar hjálparforsendur eftir á, eða með því að túlka kenninguna upp á nýtt þannig að afsönnunin bítur ekki á hana. Slíkt er ætíð mögulegt, en það bjargar kenningunni frá ógildingu einungis með því að eyðileggja eða draga úr vísindalegu gildi hennar. (Síðar nefndi ég slíkar björgunaraðgerðir vildarhyggju-viðsnúning eða vildarhyggjuherkænsku.)

Þetta má draga saman með því að segja að það sem ákvarði vísindalegt gildi kenningar sé hversu opin hún er fyrir ógildingu, það er að segja, hrekjanleiki hennar eða prófanleiki.

efahyggja