Örvitinn

Þriðji dagur í aðlögun

Við vorum mætt í leikskólann klukkan hálf níu í morgun. Inga María vaknaði að sjálfsögðu fyrir sjö eins og alla morgna en Kolla svaf til átta. Þær fengu engan morgunmat hér heima enda var hugmyndin sú að Inga María myndi borða á leikskólanum. Hún var ekkert að kvarta í morgun, dundaði sér bara, þannig að það var lítið mál.

Þegar við vorum búin að kveðja Kollu fórum við yfir á Bangsadeild. Inga María var voðalega hress, settist og ég klæddi hana úr útifötum og svo rölti hún á undan mér inn á deild, settist við morgunarverðarborðið og fékk sér morgunmat. Henni fannst mjög gaman að fá að setja morgunarkornið sjálf í skálina, sat svo og borðaði vel. Það var náttúrulega nóg að gerast í kringum hana, þannig að þetta tók smá tíma, en það er allt í lagi.

Eftir matinn fórum við að dunda okkur, ég las fyrir hana og aðra eldri stelpu sem er að fara yfir á Kisudeild. Inga María dundaði sér aðeins í kubbum og svo fórum við fram að púsla.

Klukkan hálf tíu kvaddi ég hana og það var ekkert mál Hún kyssti mig bless og veifaði svo, hélt svo áfram að pússla með Vilborgu. Ég sæki hana klukkan ellefu nema eitthvað komi uppá, þá hringir Vilborg í mig. Ég hef engar áhyggjur af því að það gerist.

Núna sit ég bara heima og horfi á klukkuna :-)

15:40
Ég og Áróra sóttum Ingu Maríu klukkan ellefu. Hún var úti að lita þegar við komum, kát og hress. Við settumst niður og fylgdumst með henni áður en hún sú okkur. Vilborg sagði að þetta hefði gengið mjög vel, hún hefði ekkert verið að leita að mér og ekkert heldur hangið í fóstrunum, var dugleg að skoða sig um, bæði inni og úti.

Á morgun mætum við aftur hálf níu en hún verður lengur, borðar hádegismat á leikskólanum. Ég sæki hana svo um tólf, þannig að hún tekur blundinn sinn heima. Á mánudag stefnum við svo á að hún taki lúrinn sinn í leikskólanum.

Dagur tvö
fjölskyldan prívat