Örvitinn

Ég vil sofa meira

Inga María vaknar fyrir sjö á hverjum morgni, henni er alveg sama hvort það er helgi eða ekki. Ég skil ekkert í þessu, skilur barnið ekki hvað það er gott að sofa frameftir, veit hún ekki hverju hún er að missa af? Systur hennar kunna það báðar.

Þetta var frekar erfið nótt, ég þurfti að fara fjórum-fimm sinnum yfir til hennar. Var að vonast til að hún myndi sofa aðeins lengur þar sem hún fór frekar seint að sofa í gærkvöldi eftir kvöldmatinn hjá foreldrum mínum. En nei, það þarf enga vekjaraklukku á þetta heimili.

Við horfum á stubbaspólu og ég bíð spenntur eftir að klukkan verði níu. Ekki fæ ég að leggja mig klukkan níu, nei það gerist ekki fyrr en tíu, klukkan níu byrjar barnatíminn á rúv og otrabörnin!

Í dag mun ég glápa á fótbolta.

dagbók
Athugasemdir

Már Örlygsson - 24/08/03 10:26 #

I feel your pain. :-)

Stubbar, seríós, og læti upp úr kl. 7 á morgnana er orðinn fastur pakki í mínu lífi líka. Konan mín er ekki eins góð og ég í að vakna snemma og ég. Ég vonaðist til að ná góðum sunnudagslúr í morgun og sparkaði henni fram úr til tilbreytingar, en náði ekki að lúra legnur en til kl. hálf-níu því þá var strákurinn orðinn úldinn úr leiða því mamma hans hafði farið aftur að sofa. ussss... kvenfólk. :-)

geisp

birgir.com - 24/08/03 12:08 #

"Við horfum á stubbaspólu..."

Þú átt samúð mína óskipta :)

Matti - 24/08/03 12:23 #

Ég horfi bara á stubbana með öðru auganu :-) sit með ferðavélina í fanginu og rápa um vefinn.

Ég þarf sem betur fer ekki að vakna svona snemma alla morgna, Gyða vaknar yfirleitt fyrr á virkum dögum og ég fæ þá að sofa til 7:20 þar sem hún tekur strætó 7:30, stundum fæ ég jafnvel að sofa lengur ef nóttin hefur verið erfið þar sem ég sé um að vakna með Ingu Maríu á nóttinni.

Helgunum skiptum við svo með okkur, ég sef frameftir á laugardagsmorgnum og Gyða fær að sofa á sunnudagsmorgnum.

En mikið rosalega er gott að fá að leggja sig milli 10:00 og 11:30 :-)

Eggert - 24/08/03 17:57 #

Yfirleitt vakna ég með syni mínum kl. 7, og fer að sofa með konunni minni kl. 1-2. Þetta pirraði mig soldið, en gerir það einhvern veginn ekki lengur, eins mikið a.m.k.
Það rann upp fyrir mér að ef ég færi að gera þá kröfu að konan vaknaði jafnoft með börnunum og ég gæti konan farið að krefjast einhvers annars af mér í staðinn, eins og t.d. að ég taki til jafnoft og hún.
Svo komst ég líka að því að þennan tíma má vel nýta til lesturs - ég get hins vegar ekki verið í tölvunni, einbeiti mér helst til mikið við það.