Örvitinn

28 dögum síðar

Fór með Arnaldi í bíó í gærkvöldi á hina margrómuðu mynd, 28 days later.

Hópur dýraverndunarsinna brýst inn á rannsóknarstofu þar sem gerðar eru tilraunir með apa. Það sem dýraverndunarsinnarnir vita ekki er að þessir ákveðnu apar eru sýktir af afar hættulegum sjúkdómi sem kallast rage.
Söguhetjan vaknar úr dái 28 dögum eftir að banvænn faraldur brýst út í Bretlandi, sjúkdómurinn er greinilega skæður þar sem ekki nokkur maður virðist vera á kreiki, spítalinn og nærliggjandi götur gjörsamlega mannlausar.
Þeir sem sýkjast breytast í einskonar Zombía sem ráfa brjálaðir um í skjóli nætur og leita nýrra fórnarlamba. Okkar maður ráfar um án þess að hafa grun um hvað hefur gerst en finnur að lokum á aðra ósýkta einstaklinga. Saman reyna þau að finna von í þessu volæði.

28days.jpg

Þau heyra útvarpsskilaboð frá herstöð nærri Manchester og leggja af stað í ferðalag til að finna þá. Þegar þangað er komið tekur myndin óvænta stefnu.
Að lokum eru drögin milli þeirra sem hafa misst stjórn á sér sökum sjúkdómsins og þeirra sem hafa misst stjórn á sér sökum aðstæðna orðin óljósari.

Að mörgu leyti er þetta einföld spennumynd, áhorfendum er gert lífið leitt með því að láta aðalpersónur ráfa um aleinar í dimmum herbergjum ala X-files. Myndin er stútfull af "kattaratriðum" og maður þarf oft að setja sig í stellingar. Ekki var of mikið gert úr því að sína ósóma í myndinni, þó vissulega væri hann ekki falinn. Myndin er ekki splatter en margt ljótt sést í henni.

Mér þótti myndin helvíti góð, veit samt ekki hvort ég tel hana meistaraverk eins og margir aðrir. Maður spáir þó dáldið í henni eftirá sem er gæðamerki! Tónlistin kemur oft ansi vel út í myndinni, sérstaklega fannst mér atriðið þar sem aðalpersónan gengur um mannlausar götur London koma vel út. Á köflum minnti myndin mig ansi mikið á survival horror tölvuleiki þó ég hafi ekki spilað þá mjög mikið, hef ekki kjark í það!

Ég gef ekki einkunnir :-)

kvikmyndir
Athugasemdir

birgir.com - 28/08/03 12:31 #

Hvað með trúarstef í myndinni ;) Er ekki auðvelt að líkja zombíunum við hina trúuðu og þennan litla klúbb heilbrigðra við SAMT?

Bara að djóka.

Matti - 28/08/03 12:46 #

Vissulega er þetta áhugaverð sýn á myndina, veikin breiðist líka hratt út og þeir sem sýkjast eru ólmir í að sýkja aðra :-) en ætli trúarstefjarmenn geti ekki snúið þessu við, zombíar hljóta að vera trúalausir þar sem þeir eru bæði reiðir og vondir :-|