Örvitinn

Andleg upplifun, einsemd, fermingar,skíthausar og prestarusl

Eva skrifar tvo góða pistla, fyrst um stórmerkilega andlega upplifun sem hlýtur að sannfæra hörðustu efahyggjumenn :-) og svo fjandi áhugaverða pælingu um vandann við að vera einsamall og fordómana gagnvart þeim sem eru í makaleit.

Annar annálaritari, Skúli, skrifar um fermingar í Svíþjóð: Fermingarbarnahallæri, ég setti inn smá athugasemdir enda er ég afskaplega ósáttur við þá hugmynd að lækka fermingaraldurinn, jafnvel þó menn séu að tala um að lækka hann niður í það sama og hér á landi, finnst þvert á móti að fólk ætti að fermast í kringum átján ára aldurinn og jafnvel borga fyrir það sjálft. Ég skil ekki af hverju Kirkjan er svona áköf í að fá alla þessa meðlimi sem engan áhuga hafa á starfinu. Æi, ég lýg því, auðvitað skil ég ákafann, þetta snýst náttúrulega um peninga. Annars fjallaði ég einu sinni um falskar fermingar en það endaði í rifrildi :-|

Mark Pilgrim vísar á skemmtilega grein um skíthausa. Hvernig er best að þýða orðið shithead eins og það er notað þarna?

Birgir spáir í því hvaða þörf er fyrir þetta prestarusl. Ég var að spá í svipuðum hlutum þegar ég skrifaði um langan arm Kirkjunnar.

Ýmislegt