Örvitinn

Jóna Dóra sett af stað (og fleiri fæðingar!)

Mamma var að hringja og segja mér að Jóna Dóra missti legvatnið í gærkvöldi og verður sett af stað á eftir. Hún er komin 36 vikur á leið þannig að það ætti að vera í lagi þó barnið komi aðeins of snemma.

Það verður fjör að fá nýjan grallara í familíuna, ég hlakka til að sjá barnið (kyninu hefur verið haldið vel leyndu) og það verður spennandi að sjá hvernig Inga María og Kolla bregðast við.

11:30
Mamma var að hringja frá fæðingadeildinni, þar mætti hún Óla en hann og Hildur voru að mæta á staðinn, Hildur komin af stað. Það er greinilega allt að gerast á fæðingardeildinni í dag.

14:00
Óli var að senda skeyti.

Lítill drengur kominn í heiminn. Móðir og syni heilsast vel og faðir í skýjunum.

14:50
Jóna Dóra búin að fæða stúlkubarn, stelpan kom í heimin 14:22 og fæðingin gekk vel.

fjölskyldan