Örvitinn

Þannig gengur það fyrir sig

Skutlaði stelpunum í leikskólann í morgun, vorum mætt tíu mínútum fyrir níu þannig að þær rétt ná morgunmat. Þær voru báðar kátar og hressar en Inga María var eitthvað feimin þegar við komum á bangsadeild enda fékk hún svo góðar móttökur. Hún rölti þó inn og settist við morgunverðarborðið.

Ég skaust og keypti ryksugupoka hjá Bræðrunum Ormsson en sú snilldarverslun opnar klukkan níu á morgnana, hreingerningardagur í dag. Fyrir þá sem ekki vita, þá kemur hér manneskja og þrífur undan okkur skítinn á tveggja vikna fresti. Mér finnst eins og hún sé alltaf hérna.
Við ætluðum nú að hætta með hana á meðan óvissuástand í atvinnumálum varir en æðri máttarvöld tóku í tómana.

Ég ætla að flýja heimilið, skjótast í ræktina og taka fætur í gegn. Heljar harðsperrur um helgina væntanlega.

Kíkjum á litlu frænku mína í dag, spurning hvort ég stelist í smá innlit eftir ræktina, já ég held það bara.

Ekkert planað um þessa helgi. Ekkert planað fyrr en helgina 19-20 þessa mánaðar en þá er væntanlega eitthvað um að vera bæði kvöldin, fyllerí með Henson á föstudeginum og ríjúníon með Verzló á laugardeginum.

Spurning hvort ég skili harða disknum í dag, spurning hvort ég fari ekki og kaupi mér 120GB harðan disk í BT meðan tilboðið endist. 13 kílókrónur fyrir 120GB er ekki mjög mikið.

dagbók prívat
Athugasemdir

Gyða - 05/09/03 12:37 #

hey svindl að þú sjáir hana á undan mér :-Þ