Örvitinn

Tíðindalítið

Það má ekki ske að hér sé blogglaus dagur, því skal skrifað um ekki neitt (það sem ég gerði í dag)

Fór í ræktina í morgun með Didda, tókum fína æfingu. Skelltum okkur i gufu og pottinn eftir púlið. Í pottinum ræddu menn veðrið. Ég ræði ekki veðrið, steinþagði þess í stað og hugsaði með mér hvernig stæði á því að þessir menn voru ekki að ræða um klám, pólitík, tölvur, trúmál eða fótbolta! Kannski næst.

Hringdi á ráðningarstofu til að minna á mig, alltaf jafn kjánaleg uppákoma, sendi ferilskrána á aðra ráðningarstofu og sótti um starf.

Skrapp í heimsókn til Regins og sótti diskinn minn stútfullan, margt skemmtilegt þar að sjá.
Fínt að kíkja í heimsókn, ég hef alltaf verið afskaplega lítill heimsóknamaður, kann það ekki! Sátum í stofunni og ræddum hitt og þetta. Viktoría dóttir Regins lá inni í rúmi og horfði á barnamynd, merkilega hress eftir botnlangaaðgerð þarsíðustu nótt.

Fór í Bónus áður en ég sótti stelpurnar í leikskólann og verslaði, keypti meðal annars ýsubita sem ég eldaði í kvöldmat, steikti á pönnu og bar fram með kúskús og sweet chili sósu. Fiskurinn var frábær, held mér hafi aldrei tekist jafn vel að steikja fisk. Hann var alveg hárrétt steiktur, eflaust vegna þess að hann var hálf frosinn þegar ég byrjaði að elda. Vanalega hef ég ofsteikt fisk.

Sit fyrir framan imbann og horfi á fótbolta og ráfa um veraldarvefinn. Spennandi!

dagbók prívat