Örvitinn

Fikt í dagbók - alvöru listar

Allir listar á forsíðunni eru hérmeð alvöru listar. Það er að segja í stað þess að hafa bara linka og <br /> eru þetta núna alvöru html listar og css notað til að stjórna útliti.
Útlitið breytist nákvæmlega ekki neitt, en þetta er réttara svona :-) Það sem um er að ræða er Tengingar, Flokkar, Athugasemdir og Eldri færslur
Nú er bara spurningin hvort fyrstu færslurnar (þær sem birtast á forsíðu) eiga líka að vera í lista?

Már skrifaði um lista í html um daginn og vísaði svo á síður þar sem sýnt er hvernig stjórna má útliti lista með css. Taming Lists er líka ágæt síða.

Mark Pilgrim færir rök fyrir því af hverju maður á að nota alvöru lista: Using real lists (or faking them properly)

Fyrirsagnir á forsíðu eru einnig alvöru fyrirsagnir.

Næsta verkefni er að laga css svo síðan sé læsileg í drasl browserum (IE5.0), aðal dálkurinn lendir undir vinstri dálknum. Búinn að finna ótal leiðir til að gera þetta rétt, þarf að velja eina.

movable type
Athugasemdir

Tryggvi R. Jónsson - 11/09/03 18:14 #

Ég ákvað einmitt að reyna að gera hlutina ,,rétt" en hætti um leið að horfa á hvernig IE sýnir hlutina. Þetta tvennt var næstum búið að koma mér á sterkari geðlyf þannig að ég parkeraði bara IE pælingunum... í bili.

Matti - 11/09/03 21:42 #

Ég komst að því að forsíðan er í rugli í IE5 þegar ég kíkti á síðuna úr tölvu tengdaforeldra minna um síðustu helgi. Ég lagaði málið með því að uppfæra browserinn þeirra :-) Verst að ég get ekki uppfært browserinn hjá öllum hinum sem skoða síðuna með úreltum vafra.

JBJ - 11/09/03 22:51 #

Skrítið að sjá nöfnin birtast svona fyrir neðan komment viðkomandi... frekar eins og haus fyrir kommentið sem á eftir kemur.

Línan ætti kannski að ná alveg út til að sýna skiptinguna betur?

Matti - 11/09/03 22:58 #

Þú segir nokkuð, ég hef aldrei séð neitt athugavert við þetta :-) og hef ekkert fiktað í þessu nýlega (a.m.k. ekki viljandi)

En þegar þú minnist á þetta sé ég að þetta er ekki alveg að virka.

23:45 Er þetta betra?

JBJ - 12/09/03 17:38 #

Mun betra