Örvitinn

Bít í tunguna og held kjafti

Oft er maður í þeirri stöðu að þurfa að þaga yfir hlutunum. Mér þykir það alveg óskaplega erfitt.

Skömmu áður en það var tilkynnt að Íslendingar ætluðu að hefja aftur hvalveiðar var ég búinn að fá það staðfest, þurfti að bíta í tunguna og halda kjafti.

All lengi hefur legið fyrir að maður mér tengdur ætlaði að sækja um opinbera stöðu, ég þurfti að bíta í tunguna og halda kjafti. Staðfesti það við einstaka aðila þegar fréttin lak út.

Um daginn sagði vinur minn mér sögur af háttsettum mönnum, sakamáli og eyðileggingu sönnunargagna. Risa skandall.
Ég bít í tunguna og held kjafti.

Hvað er gaman við að vita af einhverju ef maður getur ekki sagt neinum frá því?

Ýmislegt
Athugasemdir

Arnaldur - 15/09/03 21:44 #

Hmmm, ég verð að fara að kíkja í kaffi. Þú getur ekki burðast með þetta einn.

Matti - 15/09/03 21:49 #

Ég geri a.m.k. ráð fyrir að þú mætir til mín á föstudagskvöldið á uppskeruhátíð Henson.