Örvitinn

Eldtungur úr straumbreytinum

Rétt áðan stóðu eldtungur úr straumbreytinum fyrir ferðavélina. Inga María stóð rétt hjá, sem betur fer vorum við nálægt, ég stökk upp og reif snúruna úr fjöltenginu. Straumbreytirinn er búinn að vera lélegur í langan tíma, oft hefur maður þurft að juðast á snúrunum til að fá hann til að virka. Það var náttúrulega ljóst að hann væri deyjandi og alls ekki gáfulegt að nota hann áfram, það er náttúrulega eldhætta af deyjandi rafmagnsdóti.
Er möguleiki á að deyjandi straumbreytir valdi því að rafmagnið dettur út í húsinu? Það hefur nefnilega gerst reglulega undanfarið.

Ferðavélin hangir uppi í um tvo tíma viðbót á rafhlöðunni, verð að fara á morgun og redda mér nýjum straumbreyti. Hvar fæ ég nýjan straumbreyti fyrir Gateway ferðavél, það þarf væntanlega að sérpanta allt svona dót. Getur maður ekki keypt sér einhvern no-name straumbreyti svo lengi sem hann er spekkaður eins?

Er núna að kópera Outlook skrána yfir í tölvuna hennar Gyðu, þarf að kópera fleiri skjöl, meðal annars ljósmyndirnar en kortalesarinn er í ferðavélinni.

Bölvað vesen :-(

græjur
Athugasemdir

Hulda - 16/09/03 21:55 #

Ég var að kaupa mér nýja ferðatölvu og þá er ég vitanlega að reyna að losa mig við gömlu tölvuna. Sem er Gateway btw. Sonur minn semsagt komst í gömlu tölvuna fyrir nokkru og plokkaði nokkra takka uppúr lyklaborðinu :S. Svo þegar ég ætlaði að láta gera við þetta til að geta selt hana uppgötvaði ég mér til skelfingar að það er ekkert Gateway umboð lengur á Íslandi :(. Svo nú er það bara að annaðhvort gefa tölvuna eða selja hana á slikk. Pirrandi þegar varahlutaþjónusta hættir... eins og ef maður ætlar sér að safna matarstelli - svo hættir búðin og maður situr uppi með 6 af öllu... frekar ófullkomið.. En gangi þér vel að redda straumbreyti

Matti Á. - 16/09/03 23:06 #

Hey, má ég fá Gateway ferðatölvustraumbreytinn þinn lánaðan ef mér gengur illa að finna nýjan? :-)