Örvitinn

Leikskólapresturinn - annar þáttur

Á foreldrafundi í leikskólanum í gærkvöldi kom fram að um 90% foreldra eru ánægð eða mjög ánægð með leikskólaprestinn. Af því leiðir að samstarfið mun halda áfram!

Hvað get ég sagt? Getur þetta lið ekki séð að það er eitthvað athugavert við það að prestur starfi innan leikskóla? Eru trúmenn virkilega svo blindir á aðrar hliðar en sína eigin að þeir sjá ekkert athugavert við þetta?

Margir eru haldnir þeirri ranghugmynd að lýðræði á vesturlöndum gangi út á að meirihlutinn ráði öllu. Það er að sjálfsögðu ekki rétt, meirihlutinn ræður en innan ákveðinna marka. Meirihlutinn má ekki ganga á ákveðin réttindi minnihlutans. Það væri óskandi að fávitinn Séra Karl Sigurbjörnsson og hjörð hans gætu áttað sig á þessari einföldu staðreynd. En þetta lið er siðblint upp til hópa, enda hugmynd þeirra um góða siði fengin úr afskaplega vafasamri skáldsögu.

Ég veit ekki hvað ég á að gera, spurning hvort ég sendi kommunum í Borgarstjórn erindi og bendi þeim á hvað fer fram í leikskólum Reykjavíkur. Líklegra að meirihlutinn sem nú stjórnar sjái eitthvað athugavert við trúboð í opinberum leikskólum, engin hætta á að kristnir íhaldsmenn sjái eitthvað rangt við þetta.

Jújú, okkur stendur til boða að dætur okkar fari ekki með þegar þvínæst allir hinir krakkarnir fara í sal til prestsins en á maður virkilega að þurfa að taka svona ákvarðanir fyrir leikskólabörn? Þarf virkilega að búa til svona aðstæður, bara svo hægt sé að heilaþvo börn (annarra) nógu andskoti snemma?

Ætli Sr. Bolli Pétur Bollason sé tilbúinn að hleypa SAMT í skólastofur barna sinna einu sinni í mánuði? Maðurinn er fífl.

Önnur skrif um leikskólaprest:

leikskólaprestur
Athugasemdir

Ragnar - 29/09/03 12:36 #

Ef einhver forsvarsmanna SAMT sér þetta, þá skora ég hér með á þá að skrifa leikskólum borgarinnar og fara þess góðfúslega á leit að fá að heimsækja leikskóla borgarinnar til að bera börnum þar fallegan boðskap. Aldrei eru of góðar vísur of oft kveðnar

Matti Á. - 29/09/03 13:36 #

SAMT hefur hvorki mannskap né peninga til að standa í slíku starfi, ólíkt Kirkjunni. Séra Bolli Pétur er á fullum launum hjá Ríkinu. Þjóðkirkjan syndir í peningum.