Örvitinn

Lognið á undan storminum

ísskápurinn fullur af bjór

Stelpurnar eru farnar til tengdó, ég er einn í húsinu. Klukkutími í að menn fari að skila sér í boðið.

Aðalrétturinn er tilbúinn, hita hann á eftir, bæti jógúrt og mangó mauki við. Deigið fyrir Nan brauðið er að lyfta sér. Þarf að fara að hnoða deig og búa til fullt af örþunnum nanbrauðum, úff ég nenni því varla - af hverju er ég ekki bara með tilbúin nanbrauð frá Myllunni :-)
Bjórinn og hvítvínið kólna í ísskápnum.

Ég opna fyrsta bjórinn, minn eigin en ekki sameignarbjór, og fæ mér fyrsta sopann, algjörlega meðvitaður um að alltof margir fylgja í kjölfarið og á morgun verður þynnka - svo drukkið meira og svo aftur þynnka á Sunnudag. Við það bætist að okkur er boðið í barnaafmæli á Sunnudag, þar verð ég heljar hress, ójá.

Aðalrétturinn er ógurlega sterkur enda sparaði ég ekki cayan piparinn, rétturinn mildast þó þegar jógúrt og mangó mauk bætast við. Með þessu verður svo kúskús, bæði "venjulegt" og kryddað að indverskum hætti. Það er afskaplega lítið mál og þægilegt að gera kúskús þannig að ég læt það bíða fram á síðustu stundu.
Ég var næstum því búinn að gleyma salatinu, hræri saman salati á síðustu stundu líka. Það er ekkert gaman að þessu ef maður er ekki að gera eitthvað á síðustu stundu :-P

18:30
Fokkit, nan brauðið fór í vaskinn (bókstaflega), hringdi í Egil og bað hann að grípa Myllu nan brauð. Ég er ekki sterkur bakaradrengur.

ég að drekka fyrsta sopa kvöldsins, bókstaflega
dagbók
Athugasemdir

Einar Örn - 19/09/03 19:09 #

Liverpool vinnur vonandi á morgun. Það er besta þynnkumeðal í heimi!

Már Örlygsson - 19/09/03 19:17 #

Aðeins kíló pipar? ... Skemmtu þér vel karl :-)

Arnaldur - 20/09/03 02:31 #

Snilldargame hjá þér Matti! Matur til fyrirmyndar, áfengi í hverju horni. Leitt að hafa ekki orku til að fylgja ykkur alla leið.

Mun lesa Dennet og ræða málin betur yfir bjór og arineldi. Spurning um að hafa teppi við höndina.

Takk fyrir mig, Arnaldur.

Arnaldur - 20/09/03 02:38 #

uhh, gleymdi að óska þér til hamingju með titlana alla!

Leikmaður ársins, kjörinn framkvæmdastjóri, kjörinn fjölmiðlafulltrúi Henson, mark ársins, þolandi tæklingar ársins, ... endalaust hægt að telja upp.

Snilld!

kv, A.

Matti - 20/09/03 06:32 #

Já fjandakornið, ég er maðurinn

Ingi - 20/09/03 17:09 #

Til hamingju með titlana Matti! Er Egill ennþá gjaldkeri?

Kveðja ingi P.s. Er ekki markmiðið að fá Arnald til þess að spila einn leik á næsta ári?

Óskar - 20/09/03 22:38 #

Ég öfunda fólk sem kemst í vímu með diet léttbjór.

Matti - 21/09/03 04:04 #

Ekki bara diet léttbjór, fokkit, hann er 4.5%. Ýmislegt annað var krukkað til að smíða þessa(r) vímu(r).

Egill er ennþá gjaldkeri, Arnaldur skal ekki bara spila, mannfjandinn skal skora eins og eitt mark... annars lúskra ég honum :-P, æi... maður má ekki segja svona, hann er með ónýt hné greyið.

En ég er maðurinn