Örvitinn

Viðtali lokið

Fór í starfsviðtal hjá BetWare í morgun vegna starfs við hugúnaðarprófun. Ég sótti semsagt um tvö störf hjá þeim, hugbúnaðarprófun og kerfisforritun.

Í fyrstu var ég ekki mjög spenntur fyrir hugbúnaðarprófunarstarfinu, en þar sem það inniheldur meðal annars forritun á sjálfvirkum prófunum tel ég það vera spennandi. Það rímar líka ágætlega við vissa hluti sem ég var að gera í síðasta starfi.

Ekki veit ég hvernig mér gekk í viðtalinu, ég hafði smá tíma til að undirbúa mig, var boðaður í viðtal seinni partinn í gær, en ákvað að vera ekkert að stressa mig alltof mikið á þessu og fara bara og sjá hvað út úr þessu kæmi. Ræddi við framkvæmdastjórann í dágóða stund og svo forritara í styttri tíma þar á eftir.

Kannski kom ég út eins og algjör sauður, þá verður bara að hafa það :-)

dagbók prívat