Örvitinn

Leitin að straumbreytinum (framhaldssaga)

Ég er búinn að hringja á nokkra staði og er nokkuð sannfærður um að ég fæ ekki nýjan straumbreyti hér á landi. Hef reyndar ekki mikið leitað að notuðum straumbreyti, mér þykir líklegt að slatti af Gateway ferðavélum hafi eyðilagst síðustu árin og gömlu straumbreytarnir safni ryki. Ef einhver veit um svoleiðis græju má sá hinn sami alveg láta mig vita, ég er tilbúinn að borga tvö þúsund krónur (en ekki miklu meira) fyrir straumbreyti sem virkar (19V - 3.68A)

Er búinn að finna tvo kosti á erlendum síðum, þann fyrri hjá mundocorp, þeir selja orginal Gateway straumbreyti á 89 dollara! Það þykir mér fulllangt gengið.

LaptopsInternational bjóða örlítið betri díl, straumbreytir fyrir Gateway (þó ekki orginal) kostar hjá þeim 19 dollara.

sagan heldur áfram....

græjur