Örvitinn

Liverpool leikurinn í kvöld

Ætla að skella mér á Players á eftir og kíkja á fyrsta Evrópuleik Liverpool í ár. Nú gæti maður lagst í þunglyndi yfir því að mínir menn eru ekki í Meistaradeildinni að þessu sinni en það geri ég ekki. Þvert á móti mun ég sannfæra sjálfan mig á einhvern hátt um að UEFA bikarinn sé mun meira spennandi, Meistaradeildin er bara prump :-P

Arnaldur kemur með, enda við hæfi þar sem konurnar okkar ætla að kíkja út síðar í kvöld. Ætla að éta kvöldmatinn þarna, þarf bara að passa mig á að panta ekki það sama og síðast, en eins og ég sagði frá á sínum tíma er kjúklingasamlokan viðbjóður.

Ég er hræddur um að við þurfum að mæta snemma í kvöld þar sem Players er víst orðinn opinber samkomustaður stuðningsmannaklúbbs Liverpool, líklegt að þröngt verði á þingi.

22:25
Jæja, fór á leikinn. Át hamborgara, hann var skítsæmilegur, ekki of mikil mæjódrulla. Afgreiðsludaman mætti huga að frama í öðru starfi, móðgaðist stórlega þegar ég stoppaði hana þegar hún ætlaði að hunsa mig í hundraðasta skiptið og afgreiða einhvern sem kom löngu á eftir mér (það voru sárafári við barborðið) Sagði mér að vera kurteis :-), helvítis tík, ég var kurteis.

Leikurinn var ágætur á köflum, sérstaklega þegar Smicer fékk boltann í lappirnar. Gerrard var að gera of flókna hluti að mínu mati. Liverpool spilaði betur áður en hann kom inn á, samt er hann eiginlega besti maður liðsins. Nenni ekki að fjalla eitthvað um leikinn að öðru leyti :-)

boltinn
Athugasemdir

Einar Örn - 24/09/03 16:00 #

Djö, ég hefði þurft að lesa þessa kjúklingasamlokufærslu fyrr. Ég prófaði hana nefnilega líka síðasta laugardag. Ég get svo svarið það að það var meira af sósu en kjöti á minni samloku. Ég pantaði mér kjúklingasamloku, því ég hélt að hún væri það léttasta á matseðlinum en þessi majonessósa fór alveg með þann draum.

Annars ætla ég að prófa Ölver í kvöld. Fannst stemningin þar vera mun betri í fyrra heldur en hún hefur verið á Players í ár.

JBJ - 24/09/03 20:55 #

Hvað voru Liverpool að gera? Var að lesa á Soccernet að 3 varnarmenn Ljubljana þurftu að fara meiddir útaf eftir samstuð við púllarana

Matti Á. - 24/09/03 21:08 #

Einn fór útaf eftir að hafa lent í Liverpool manni, Hyypia tók hjólhestaspyrnu inni í teig andstæðinganna en sparkaði framan í varnarmannsem kynnbeinsbrotnaði. Næsti sem fór útaf tognaði í læri þar sem hann hljóp á eftir Kewell og sá þriðji tognaði á ökla þegar hann renndi sér aleinn á eftir fyrirgjöf. Þannig að varla er hægt að sakast við leikmenn Liverpool í þessu (nema náttúrulega fyrsta atikið, sem var bara óhapp)