Örvitinn

Michael Moore lýgur ekki

Við Íhaldsmennirnir sem hötum Michael Moore :-) eigum víst að draga okkur í hlé, Moore hefur komið fram og fullyrt að hver "staðreynd" í mynd sinni sé "staðreynd"sönn (en ekki hvað?)

I can guarantee to you, without equivocation, that every fact in my movie is true.

Reyndar breytti Moore svo smáatriði í myndinni áður en hún var gefin út á DVD, ekkert sem skiptir máli þannig talað, without equivocation.

Hvað um það, ég er efahyggjumaður og trúi semsagt ekki öllu sem ég sé. Moore getur eflaust fullyrt að hann ljúgi engu, enda sannleikurinn afstæður í póstmódernískum heimi.

En ætlar einhver að reyna að verja þessa meðferð Michael Moore á ræðu Charlton Heston í myndinni? Það má hugsanlega segja að Moore sé ekki að "ljúga neinu" og allt sem Heston segi í mynd Moore hafi hann sagt, en þá eru menn líka að gera lítið úr þátt leikstjóra í gerð kvikmynda og lítið úr sannleikanum í rauninni.

Það er afskaplega kaldhæðið að lesa lokaorð Charlton Heston í óklipptri ræðunni.

One more thing. Our words and our behavior will be scrutinized more than ever this morning. Those who are hostile towards us will lie in wait to seize on a soundbite out of context, ever searching for an embarrassing moment to ridicule us. So, let us be mindful. The eyes of the nation are upon us today.

Áður um Moore:
Bowling for Columbine - heimildarmynd eða skáldskapur?
Bowling For Columbine - besta heimildarmyndin ?
Heimskir hvítir karlar - mitt mat

Smála letrið: Ég hef gaman að Michael Moore, þótti Bowling For Columbine góð mynd, er sammála all flestu sem hann segir en veit samt ekki hver niðurstaða Bowling For Columbine er, hún er ekki sú að byssueign sé vond, þeir sem halda það hafa ekki horft á myndina með báðum augum. Stupið White Men er fyndin en frekar illa skrifuð á köflum, einnig fer hann hrikalega með "staðreyndir" í þeirri bók, þegar á hann var gengið varði hann sig með því að bókin væri satíra. Gott og vel, sem satíra er hún fín.

Er ég Íhaldsmaður? Ég er trúlaus, á móti dauðarefsingum, fylgjandi fóstureyðingum, vill hafa ókeypis menntakerfi og öflugt almannatryggingakerfi, styð réttindi minnihlutahópa, styð frjáslyndi almennt, er algjörlega á móti Bush og co. Alfarið á móti almennri byssueign og byssum yfir höfuð! Fjandakornið, ég hlýt að vera Íhaldsmaður :-P.

pólitík
Athugasemdir

Sigurður Hólm Gunnarsson - 26/09/03 19:30 #

"Ég er trúlaus, á móti dauðarefsingum, fylgjandi fóstureyðingum, vill hafa ókeypis menntakerfi og öflugt almannatryggingakerfi, styð réttindi minnihlutahópa, styð frjáslyndi almennt, er algjörlega á móti Bush og co. Alfarið á móti almennri byssueign og byssum yfir höfuð! Fjandakornið, ég hlýt að vera Íhaldsmaður :-P."

Nei Matti minn, þú ert frjálslyndur jafnaðarmaður, rétt eins og ég :)