Örvitinn

ADSL IV

Ég var að aðstoða Didda við að tengja ADSL eftir ræktina í morgun. Það gekk frekar brösulega þannig að við skruppum upp í Síðumúla. Fyrst við vorum komnir þangað ákvað ég að panta ADSL IV þar sem það er ódýrara en 256kb tengingin sem ég er með hjá Landsímanum í dag. Landsíminn vill fá þúsund krónur að auki til að stækka tenginguna upp í 1500kb. Hér eru skilaboð til Landsímans, þessi þúsundkall var að kosta ykkur rúmlega fjögur þúsund krónur á mánuði. Já, skrítinn bransi þessi símabransi. Æi, svo er ég að vonast til að tæknimenn Og Vodafone séu tregari til að gefa hverjum sem er upp nafnið mitt útfrá ip tölunni :-)

Með þessu mun ég fá þráðlausan beini og netkort í ferðavélina sem vonandi er í lagi. Ég er semsagt ekki ennþá búinn að komast í straumbreyti til að staðfesta að það sé bara straumbreytirinn sem er ónýtur.

Einhverjir muna hugsanlega eftir yfirlýsingum um að ég væri að fara að segja upp viðskiptum mínum við Og Vodafone, við því er tvennt að segja. Í fyrsta lagi er ekkert að marka það sem ég segi og í öðru lagi er ég prinsipmaður þar til það kostar mig peninga. Nema í trúmálum, þar er ég prinsipmaður þótt það kosti mig peninga.

tækni
Athugasemdir

Sirry - 26/09/03 23:37 #

Er þetta ekki mál sem ætti að ræða við samkeppnisstofnun ? Heitir það það ekki ?