Örvitinn

Drullusokkar Gvuðs

Mér finnst áhugavert hversu margir trúmenn eru drullusokkar. Það má segja að ég sé fljótur á mér og reiðist að ósekju, en það er ekki rétt, ég hef látið ýmislegt yfir mig ganga án þess að kippast við. En stundum verður maður einfaldlega að gera sér grein fyrir því að það tekur því ekki að rökræða við drullusokka.

Sumir drullusokkar Gvuðs eru snillingar í að forðast að svara spurningum, snúa út úr því sem er skrifað og vilja helst fá ótrúlega nákvæmar skilgreiningar á almennum hugtökum. Allt til þess gert að umræðan hætti. Ad hominem og strámenn eru þeirra tungumál, fáséð skrif þar sem þau birtast ekki.

Sjálfir eru þessir drullusokkar sannfærðir um að þeir séu sérlega umburðarlyndir. Reyndar hafa trúmenn yfir höfuð einkennilega hugmynd um umburðarlyndi. Í þeirra huga er það umburðarlyndi að ganga á sjálfsagðan rétt minnihlutans, svo lengi sem það felst í því að boða kristni. Kristniboðun er alltaf réttlætanleg. Ég er hissa á því hversu erfitt er fyrir trúmenn að setja sig í spor annarra. Sjáfsagðar kröfur um að ekki skuli gengið á rétt þeirra sem ekki eru kristnir fá engan hljómgrunn hjá flestum trúmönnum. Þeir hlusta ekki á svoleiðis kjaftæði og halda áfram að væla um hversu ofsóttir þeir séu. Mítan um ofsótta trúmanninn er reyndar afskaplega lífsseig, enda þrífast trúarhópar oft á vænisýki.

Ennþá hefur enginn trúmaður séð ástæðu til að svara fyrir leikskólatrúboðið sem ég skrifaði síðast um í gærkvöldi.

Nei, ekki allir trúmenn eru drullusokkar. Flestir trúmenn eru satt að segja úrvalsfólk.

efahyggja
Athugasemdir

Eggert - 30/09/03 11:17 #

Það fylgir virðist vera disclaimer hverri einustu dagbókafærslu hjá þér þessa dagana.

Matti Á. - 30/09/03 11:25 #

Já, á ég kannski að hætta því?