Örvitinn

Skírn Ásdísar Birtu

Fórum í skírnarveislu í dag, litla frænka fékk nafn. Athöfnin var haldin heima hjá foreldrum Óttars í Jóruseli. Presturinn mætti á svæðið rétt fyrir fjögur og rumpaði í gegn eins og einni Gvuðlegri skírn, óttalega klént að mínu mati.

Nafnið kom á óvart, ekki skírt í höfuðið á neinum. Mér finnst það ósköp hljómfagur, Ásdís Birta.

Ég tók helling af myndum en þær þurfa að bíða þar til ferðavélin kemst í samband. Ég pantaði straumbreyti í gærkvöldi, vonandi kemur hann í vikunni. Ég gæti fært myndirnar yfir í tölvu með serial tengi en þá þyrfti ég að finna tengið, hugbúnaðinn og þolinmæði.

fjölskyldan prívat