Örvitinn

Mannréttindakjaftæði

Mögnuð greinin hans Bjarna Más Magnússonar á deiglunni þar sem hann segir vitnisburði í réttarhöldum yfir Slobodans Milosevic.

Dag einn birtist hluti serbnesku íbúanna með alvæpni, íklæddur einkennisbúningi stjórnarhers Júgóslavíu. Leiddi hópur þessi alla múhameðstrúa karlmenn á brot í húsnæði fyrir utan þorpið. Í húsnæði þessu var hver músliminn af fætur öðrum spurður hvort hann vildi vera skotinn í hjartað eða höfuðið. Urðu serbarnir við óskum hvers og eins þangað til að búið var að drepa helming hópsins. Hinir eftirlifandi voru síðan látnir burðast með líkin að nærliggjandi á og fleygja þeim út í, meðal þeirra látnu voru synir vitnisins. Þegar burðinum var lokið var restinni slátrað með vélbyssukúlum. Fyrir guðs lifandi mildi var vitnið ekki hæft . Það náði að fleygja sér í ánna og skýla sér með líkum hinna, án þess að serbarnir tæku eftir því. Þar lág það í fjóra tíma lamað af ótta með heilaslettur úr æskuvini sínum yfir andlitinu á sér, búinn að gera á sig og í.

Ég hélt eftir samviskusamlegan lestur á Múrnum að allt tal um mannréttindabrot í Júgóslavíu væri lygaáróður stríðsæsingarmanna og vopnasala.

Ég veit að tiltekin fjöldamorð voru líklega sett á svið og það er það sem múrinn hefur bent á. Það breytir því þó ekki að önnur fjöldamorð áttu sér stað á þessum stað og tíma. Eða hvað? Er hægt að réttlæta valdbeitingu til að stöðva fjöldamorðin og/eða koma morðingjunum frá? Eru það fullnægjandi mótrök að benda á einhvern annan? (Af hverju Milosevic, af hverju ekki Sharon?)

pólitík