Örvitinn

Æðrulaus

Markmið dagsins er að vera ekki stressaður. Ég get ekkert gert annað en að bíða og vona.

Fer ekki í ræktina í dag þar sem það er æfing hjá Henson í kvöld. Vonandi verður jafn góð mæting og síðast.

Ég er ekki ennþá farinn af stað með stelpurnar í leikskólann. Satt að segja er ég ekki ennþá búinn að klæða þær. Það liggur ekki svo mikið á, þær eru að horfa á Pocahontas og líður vel. Til hvers að stressa sig ef maður þarf þess ekki?

Setti fyrstu greinina inn á vantrú í gærkvöldi, skrifaði svo aðra sem er tilbúin, þarf bara að publisha. Ég er að spá í að birta greinarnar líka hér,slökkva bara á kommentum og vísa á vantrú svo umræðan fari fram þar. Sé samt til.

Ég horfði ekki á Þórhall miðil í gærkvöldi, mundi bara ekki eftir því að horfa á hann ruglaðann. Í Fréttablaðinu spáir Jakob Bjarnar Grétarsson í því hvort þetta sé eftiröpun á einhverjum Amerísku. Að sjálfsögðu.

dagbók