Örvitinn

Ritskoðaður á annál - kristin gildi

Jæja, þá er Þorkell farinn að ritskoða mig.

Ekki græt ég það en þykir merkilegt hvað þessir sauðir (er það ekki annars jákvætt að kalla trúmenn sauði, er Jesú ekki hirðirinn) eru miklir hræsnarar. Nenni ekki að velta mér upp úr því akkúrat núna.

Árni Svanur sagði annars í annálnum hans Þorkels þar sem rætt var um hugsanlega áhrifavalda þess að dóttir Þorkels skrifaði um trúmál á ákveðinn hátt

Eða áhrif frá samfélagi sem er mótað af kristnum gildum og kristnum boðskap ;-)

Eina samfélagið sem mér datt í hug í fljótu bragði er Írland. Þetta á varla við um Ísland.

En mér þykir athugasemd Árna hálfgerð tilraun til að koma af stað umræðu um trúarbrögð almennt. Skil vel að Þorkell vilji ekki slíkt í þessum þræði og er því alls ekki svekktur yfir því að ummæli mín hafi verið fjarlægð, eins saklaus og þau voru nú. Minnir að þau hafi verið svona, þetta er kannski ekki alveg orðrétt. Ég hefði kannski mátt bæta við broskarli, en það hefði varla gert gæfumuninn.

Býr stelpan á Írlandi?

Allt hófst þetta á því að ég kallaði
Binna asna í þessum þræði.

Binni, éttu skít. Ég get ekki betur séð af skrifum þínum en að þú sért bölvaður fáviti og mun hér eftir hundsa allt það sem þú skrifar. Þú ert ómálefnalegur og ert óspart á ad hominem og strámenn. Það tekur því ekki að eyða orðum á menn eins og þig.

Þá gerðust Gvuðsmenn skyndilega heilagir, sömu náungar og höfðu einblínt á persónur andstæðinga sinna í rökræðum, í stað málefna, misstu hreinlega andlitið í gólfið þegar heiðinginn talaði hreint út.

Vissulega henti ég skítnum fram í reiði, það játa ég, en ég tel viðbrögð mín viðeigandi enda Binni nýbúinn að móðga mig í samræðum (hann rökræðir ekki, a.m.k. hef ég ekki orðið var við það) og játar það meira að segja síðar í sama þræði að hann hafi átt von á þessum viðbrögðum mínum. Hann virðist nokkuð skarpur en varla er þetta kristilegt :-)

efahyggja
Athugasemdir

Matti Á. - 02/10/03 15:26 #

Einn annálaritarinn var næstum búinn að setja inn athugasemd við þessa færslu en hætti við.

Mig langar óskaplega að hakka MT þannig að það visti athugasemdina þegar menn skoða hana (en senda ekki inn). Það væri reyndar hugsanlega vafasamt siðferðislega því allir hafa rétt á að ákveða að hætta við að setja inn athugasemd á síðustu stundu.

Ég mætti jafnvel gera það oftar :-)

Örvar - 03/10/03 11:00 #

Þú ættir kannski líka nefna það að færsla Þorketils um dóttur sína var flokkuð undir "Prívat - Fyrir vini og vandamenn". Ég held að flestir séu hikandi við að skrifa um börnin sín á vefnum og vel skiljanlegt að menn taki strangar á athugasemdir við slíkar færslur (eins og mér sýnist þú gera þeir grein fyrir - allavega ertu ekki svekktur). Ég get nánast fullyrt að allar athugasemdir sem gerðar væru af ókunnugum undir Prívat hjá mér yrði eytt sama hvert innihaldið væri.

Svo má líka hafa í huga að þetta eru ekki þræðir í kork eða sjallrás heldur færslur í persónulegri vefdagbók þar sem fólki býðst stundum að gera athugasemdir við. Því er hæpið að tala um ritskoðun þannig séð.

Matti - 03/10/03 21:39 #

Ef menn ætla að hafa prívat þannig finnst mér að þeir ættu einfaldlega að fara alla leið eins og Bjarni og Unnur sem hafa prívat færslurnar sínar lokaðar bakvið lykilorð.

Prívat hjá mér virkar þannig að þau skrif fara ekki í rss yfirlitið. Allir geta lesið færslurnar og öllum er velkomið að kommenta. Það fer eftir efni athugasemdarinnar hvort ég eyði henni og hingað til hef ég ekki séð ástæðu til að eyða athugasemd.

Taktu eftir að færslan hjá Þorkel fór í rss yfirlitið og var því á vissan hátt auglýst.

En eins og þú gast þér réttilega til skil ég ákvörðun hans. En ég held að staðreyndin sé sú að hann gerði þetta vegna þess að ég skrifaði athugasemd, ekki útaf innihaldi athugasemdarinnar eða því að færslan er prívat.

eva - 06/10/03 19:07 #

Það sem er birt á opinni vefsíðu með möguleika á athugasemdum getur varla kallast prívat. Ég skil prívat fyrirsögnina hjá Þorkatli og öðrum þannig að þar sé um að ræða persónulegt efni en ekki endilega efni sem eingöngu eru ætluð þröngum hópi.

Þorkell er ekki að "ritskoða" þig Matti (enda sést yfirstrikunin) hann að hunsa þig. Hann er einfaldlega að standa við orð sín (úr athugasemdum við færsluna sem þú nefndir) um að svara þér ekki nema þú biðjir Binna afsökunar á fremur dónalegri athugasemd. Þú kannt að vera því ósammála að Binni eigi inni afsökunarbeiðni hjá þér en ritskoðun er þetta ekki.

Matti - 06/10/03 19:33 #

Yfirstrikunin sást fyrst, svo hurfu athugasemdirnar alveg. Eru þær komnar aftur?