Örvitinn

Launin mín í Barcelona

Samkvæmt dagatalinu hefði ég átt að fá útborgað frá fyrrum vinnuveitenda í gær en ekkert hefur enn borist. Eflaust skýrist það með því að vinnustaðurinn skrapp til Barcelona yfir helgina. Ferðin er á kostnað starfsmannasjóðs sem ég hef borgað um 2000 krónur á mánuði í, vinnuveitandi borgaði jafn mikið, þannig að framlag mitt til ferðarinn er rúmlega 70.000 krónur. Reyndar datt ég í það nokkrum sinnum á kostnað starfsmannafélagsins og fór út að borða einu sinni, þannig að ég fékk nú sitthvað fyrir minn snúð.

Vonandi njóta allir ferðarinnar, en það hefði alveg mátt ganga frá laununum mínum áður en lagt var í hann :-)

dagbók prívat