Örvitinn

Ferðavél virk á ný - þráðlaus router tengdur

Sótti straumbreytinn í tollafgreiðslu Íslandspósts í dag. Fékk reyndar vitlausan straumbreyti en hann virkar og ferðavélin er því komin aftur í gang. Skellti svo routernum frá OgVodafone í samband, er reyndar ekki ennþá kominn með adsl frá Vodafone í gang þannig að ég er ennþá að tengjast í gegnum hitt adsl módemið.

Semsagt, ég er með adsl módem sem tengist adsl símans. W2k tölva uppi í búri er með tvö netkort, annað þeirra tengist gamla adsl módeminu en hitt tengist nýja routernum. Aðrar vélar í húsinu tengjast þessum nýja router en nota w2k vélina sem gateway.

Um leið og vodafone adsl dettur inn get ég fjarlægt w2k vélina úr búrinu og skellt henni inn í herbergið hennar Áróru í stað tölvunnar sem er biluð (ónýtt power supply, mjög líklega fleira ónýtt).

Þráðlausa netið virkar líka, reyndar frekar pirrandi dæmi í gangi. Um leið og ég hlamma mér í sófann niðri í sjónvarpsherbergi dettur ferðavélin úr sambandi :-(.

Þráðlausir routerinn er í búrinu á miðhæðinni. Það er því bæði loft og veggir á milli mín og routersins. Ég er því tengdur með venjulegu netkorti þegar ég hlamma mér niður í sófann fyrir framan sjónvarpið, það er svosem allt í lagi.

En óskaplega er ég glaður að ferðavélin sé komin aftur í gang :-)

græjur
Athugasemdir

Hulda - 05/10/03 16:29 #

Til lukku með ferðavélina, skil þig vel - þetta er svo þægilegt. Hulda sem er græn af öfund útí þráðlausa netið (alveg á leiðinni að fá mér router :D)

Matti - 05/10/03 21:45 #

Takk takk. Ég sit í stofunni á miðhæðinni og rápa þráðlaust, gríðarlega gaman :-)

Eins og ég minnist á er það dáldið bagalegt að þráðlausa netsambandið detti út í sófanum í sjónvarpsstofunni á neðstu hæð, en það er reyndar lítið mál að smella vélinni í samband með netsnúru þar, þannig að þetta gerir lítið til.