Örvitinn

Ráðinn

Ég byrja að vinna í hugbúnaðardeild Landsbankans næsta föstudag. Ráðningin er til þriggja mánaða, hugsað sem reynslutími. Ég er sáttur við kjörin og hlakka til að spreyta mig á þessu verkefni.

Þeir eru að vinna með tól sem ég er sterkur í og ég vona að reynsla mín nýtist vel. Einnig er ég viss um að ég á eftir að læra eitthvað nýtt.

Nú gildir bara að standa sig svo þetta verði til frambúðar.

dagbók prívat
Athugasemdir

Eggert - 07/10/03 18:43 #

Til hamingju. Gangi þér vel!

Djákninn - 07/10/03 23:35 #

Til hamingju með þetta. Vonandi að það dragi samt ekki úr skrifum.

Hulda - 07/10/03 23:46 #

Glæsilegt! Til hamingju og gangi þér vel :)

birgir.com - 07/10/03 23:48 #

Hamingjuóskir!

Matti Á. - 08/10/03 00:04 #

Ég þakka.

Eitthvað mun ég draga úr skrifum þar sem ég ætla ekkert að uppfæra dagbókina á vinnutíma.

Ég reyni að vera duglegur að skrifa á kvöldin og um helgar í staðinn. Hver veit, kannski skánar þetta eitthvað fyrir vikið :-)

Kata - 08/10/03 00:09 #

Innilega til hamingju, seigur ertu.............Nú lýkur húsmóðurhlutverki þínu eru það blendnar tilfinningar sem fylgja því?

Matti Á. - 08/10/03 08:52 #

Nei, ég er alveg tilbúinn að leggja húsmóðurskóna á hilluna, enda hefur það aðallega falist í því að fara með stelpurnar í og úr leikskóla. Eitthvað hef ég vaskað upp á daginn en nú ætla ég að reyna að fá mann til að gera við uppþvottavélina.

Ætli það verði ekki stærsti höfðuverkurinn, að skipuleggja ferðir í og úr leikskólanum. Jú, svo þarf ég að finna tíma fyrir ræktina, það verður líka smá vesen,

En ég er alveg tilbúinn að fara að vinna aftur :-)

Börkur - 08/10/03 15:08 #

Sjáumst þá á föstudaginn :)

Óskar - 08/10/03 17:48 #

Til hamingju Matti!

Salvör - 09/10/03 16:15 #

Til hamingju! gangi þér vel.

Kiddi - 09/10/03 21:45 #

Það borgaði sig að fara í Verzló reunionið.

Matti Á. - 09/10/03 23:09 #

Heldur betur :-) Daginn eftir skrifaði ég:

Eins og gengur og gerist er rætt hvað menn eru að gera, það er frekar þreytt þegar maður er ekki að gera neitt :-)

En það borgaði sig :-)