Örvitinn

Síðasti dagurinn...

Síðasti frídagurinn. Er að bíða eftir Didda sem ætlar að aðstoða mig við að bera uppþvottavélina út í bíl. Þarf að skutlast með hana á verkstæði. Spurning um að koma sér upp í eldhús og aftengja.

Hitt verkefni dagsins er að gera stórinnkaup. Fer í Bónus á eftir og versla fyrir næstu þrjár vikur, troðfylli frystinn. Þetta verður dálítil breyting hjá okkur næstu vikur og því þægilegt að geta gripið eitthvað úr frystinum í kvöldmatinn. Kaupi slatta af nautahakki, kjúkling og svínagúllas, kannski fisk líka. Búrið þarf svo að fylla af pasta, tómat og sveppum í dós, kúskús og ýmsum sósum. Æi, ég nenni ekki að gera lista, ráfa bara um Bónus í klukkutíma og tíni eitthvað í körfuna.

Vinna á morgun!

15:45
Fór í Bónus og verslaði fyrir rúmlega 22.000 krónur. Bleyjur, pasta, dósamatur og nautahakk var í aðalhlutverki.

Sit í stofunni og hlusta á NIN og bíð eftir að klukkan verði fjögur. Fer þá og sæki stelpurnar.

Æfing í kvöld með Henson, spái góðri mætingu en hef annars ekki hugmynd um það. Það verður fínt að komast í boltann. Veit ekki hvað ég geri varðandi æfingu á morgun, spurning hvort Gyða hleypir mér í ræktina annað kvöld!

dagbók prívat