Örvitinn

Afruglað

Tengdaforeldrar mínir skruppu til Ítalíu í morgun þar sem þau ætla að dvelja í tíu daga. Við fengum afruglarann þeirra lánaðan auk þess sem Morgunblaðið kemur til okkar meðan þau eru úti.

Ég eyddi dágóðum tíma í að reyna að stilla báða afruglarana inn, endaði á því að tengja nýja afruglarann með scart tengi - hitt var ekki að virka. Einu sinni fann ég leiðbeiningar um það hvernig maður breytir útgangsrás afruglarans en fann ekki í gærkvöldi.

Ég, Kolla og Inga María sitjum og horfum á barnatímann á Stöð2. Ég ætla að skipta yfir á RÚV klukkan níu. Neibb, Kolla vill horfa á þáttinn á Stöð2

Gyða, Idol er endursýnt klukkan 23:45 í kvöld, spurning um að taka þáttinn upp (ég þarf reyndar að breyta tengingunni örlítið, tengja scartið úr afruglara foreldra þinna í vídeóið).

dagbók prívat