Örvitinn

Skonrokk sökkar

Ég hef gert nokkrar tilraunir til að hlusta á skonrokk undanfarið en það hefur aldrei gengið upp. Svo virðist sem að í annað hvert sinn sem ég skipti yfir á þessa blessuðu stöð sé verið að spila Hotel California með Eagles eða eitthvað drasl með Creedence Clearwater Revival.

Þetta er svosem ekki alslæm tónlist, en fjandakornið, það er óþarfi að rúlla þessu í gegn fimm sinnum á sólarhring.

Þegar ég labbaði í vinnuna í morgun endaði ég á því að slökka á útvarpinu. Ég þoli ekki þessa morgunútvarpsþætti - drasl allt saman. Stundum vildi ég óska þess að útvarpsmenn myndu hætta að tala á milli laga, því þó lögin sem þeir spila séu drasl er vitleysan sem vellur upp úr þeim á milli laga verri. Á hlaupabrettinu í ræktinni áðan reyndi ég að hlusta á útvarpið, x-ið var eina stöðin sem ég náði sem var að spila tónlist en það var meira og minna einhver viðbjóður, viti menn, þetta var einhver topp listi hjá þeim!

Ég þarf að eignast mp3 spilara - útvarp sökkar.

kvabb
Athugasemdir

Eggert - 16/10/03 10:04 #

Jah, hefurðu prófað Radíó Reykjavík? Soldið svona bílskúrslegt (auglýsingarnar eru mjög sérstakar) en samt ágætis tónlist inn á milli.

Matti Á. - 16/10/03 10:12 #

Yfirleitt skipti ég á milli Radíó Reykjavík og X-977.

Núna er ég að hlusta á Skonrokk :-)