Örvitinn

Lokað fyrir athugasemdir einstakra aðila

Í morgun var ég orðinn afskaplega þreyttur á þrasinu í Óla og lokaði því á aðgang hans að kommentakerfinu tímabundið.

Ástæðan var sú að mér sýndist hann ekkert vera að hægja á sér þótt ég hefði sagt honum að ég hefði ekki tíma fyrir þrasið.
Ég sá þó að mér eftir að Birgir kommentaði. Vissi þá líka að Birgir gat séð um að svara honum þar sem Ólafur virtist ekkert vera að fara að hægja á sér.

Ég veit ekki hvort þetta er sniðugt, vissulega er kostur að geta lokað á ákveðnar ip-tölur, sérstaklega ef einhver er að spamma með athugasemdum. Í þessu ákveðna tilviki var ég að nota þetta sem skilaboð til þrasara. Skilaboðin voru einföld, getum við beðið aðeins með þessa umræðu.

Óli hneykslaðist að sjálfsögðu, mér er drullusama.

Ýmislegt
Athugasemdir

JBJ - 17/10/03 21:33 #

Mér finnst bara magnað hvað þið endist í að rífast alltaf við sama fólkið sem við höfum séð að eru litlar líkur á að snúist hugur rétt eins og litlar líkur eru á að ykkur snúist hugur.

Gera eins og í pólitíkinni, ná í óákveðnu kjósendurnar! :)

Ég hef bara það lítinn tíma að ég get ekki eytt honum í að berja hausnum við stein eins og þið eruð duglegir við hver um annan þverann. Hver veit nema ég væri annars að þessu sjálfur?

Matti Á. - 17/10/03 21:47 #

Þetta er náttúrulega ekkert annað en bilun - ég skil þetta stundum ekki sjálfur :-)