Örvitinn

Ég fæ niðurgang af bjór

Ég er heima hjá foreldrum mínum, erum þar í kvöldmat. Ég skutlaði stelpunum hingað í dag og skaust á Ölver og kíkti á Liverpool leikinn, hefði betur sleppt því.
Foreldrar mínir voru eitthvað að setja út á stóryrði mín í garð Þjóðkirkjufólks sem ég kallaði þjóðkirkjuhyski í pistli í fyrradag. Þetta er náttúrulega rétt hjá mömmu og pabba enda vita þau betur, svona segir maður ekki. Mea culpa.

Skellti mér svo í innibolta og tók vel á því, við vorum samt bara sex mættir sem er fáránlegt í tólf-þrettán manna hópi.

Fékk einn bjór hjá pabba, er að fara að sötra meira öl í kvöld í afmælisboði hjá Eggert.

Þá er nú komið að aðalmáli pistilsins.
Ég fæ alltaf blússandi niðurgang af bjórdrykkju. Ég þarf ekki einu sinni að drekka mjög marga bjóra til þess, eftir nokkra skelli ég mér á klóstið (hvar sem ég er staddur) og tæmi mig að innan, þetta frussast með látum í skálina. Þetta veldur því líka að ég er sjaldan léttari en einmitt morguninn eftir drykkju.

Þvaglosun mín við bjórdrykkju er frekar furðuleg. Yfirleitt þarf ég ekki að pissa fyrr en eftir svona 3-4 stóra bjóra - þá tekur það mig líka ótrúlega langan tíma að tæma blöðruna. Eftir það pissa ég svo á rúmlega bjórs fresti.

Já, þannig var það, vonandi fannst ykkur þetta fróðlegt.

dagbók