Örvitinn

Jeg blogga eigi fullur

Ónei.

Reyndar hef ég oft verið fyllri og bloggað. En ekki núna. Ó nei!
Takk fyrir kvöldið Eggert og Hildur, þetta var alveg príma. (er príma ekki annars svona voða jákvætt eitthvað :p ?)

Í kvöld heyrði ég slúður um bloggara. Sögur sem varpa alveg nýju ljósi á ákveðin blogg þessa bloggara, ég skil þetta allt betur nú. Ója.
Horfði á svalir ennþá frægari bloggara en ekkert gerðist - ég beið og beið - en ekkert gerðist.
Eru til einhverjar reglur um notkun bandstrika? Ég kann ekkert á þetta, vildi gjarnan kunna. Fékk einmitt á mig einhver stílskot í kvöld.
Reyndar þessi erfiðu, bara hlegið og ekkert sagt :-( (hér væri grátandi karl ef það væri hægt)

Í kvöld heyrði ég líka ræðuna um það hversu lítilfjörlegt líf bloggara hlýtur að vera fyrst fólk er svona duglega að blogga. Ég ætlaði að skrifa innihaldsríka ritgerð um það á morgun (í dag) en geri það eflaust ekki. Allavega ekki strax.

Var ég búinn að taka það fram að jeg bloggi eigi fullur?

dagbók